Ítalir lögðu Tékka 2-0 í leik liðanna í E-riðlinum á HM í dag og sendu Tékkana með því út úr keppninni. Marco Materazzi kom ítalska liðinu á bragðið með marki um miðjan fyrri hálfleikinn og Jan Polak var vikið af leikvelli undir lok háfleiksins. Tékkar gátu lítið strítt ítölunum einum færri í síðari háfleik og Filippo Inzaghi tryggði svo 2-0 sigur ítalska liðsins með marki undir lokin.

