Bruce Arena var mjög ósáttur við vítaspyrnuna umdeildu sem Ganamenn fengu í lok fyrri hálfleiks í dag og sagði hana hafa reynst sínum mönnum dýr. Bandaríkjamenn enduðu í neðsta sæti riðils síns með aðeins eitt stig og eru á heimleið.
Við reyndum allt sem við gátum til að komast aftur inn í leikinn, en ég er afar vonsvikinn með ákvörðun dómarans í fyrri hálfleik. Það hefði verið gaman að koma inn í síðari hálfleikinn og eiga möguleika á að stela sigrinum, en því miður þróaðist þetta svona."