
Innlent
Sviptur ökuleyfi og dæmdur fyrir bílstuld
17 ára drengur var sviptur ökuleyfi í átta mánuði og dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið olíuflutningabifreið af bensínafgreiðslustöð Atlantsolíu við Kópavogsbraut. Bifreiðin var tengd við aftanívagn sem innihélt um þrjátíu þúsund lítra af bensíni. Drengurinn var undir áhrifum áfengis. Dómarinn taldi rétt að fresta fullnustu refsingarinnar haldi drengurinn skilorð.
Mest lesið
Fleiri fréttir

Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“
×