Óvænt heimsókn 24. júlí 2006 19:03 Mynd/AP Rice kom óvænt til Beirút í morgun og var flogið með hana þangað frá Kýpur. Mikil leynd hvíldi yfir ferðaáætlun Rice og var ekki búist við því að hún myndi fyrst stíga fæti í Líbanon. Rice átt fund með Fouad Siniora, forsætisráðherra. Eftir fundinn hrósaði Rice Siniora fyrir hugrekki og staðfestu. Hún sagði einnig mikilvægt að tryggja að Hizbollah liðar gætu ekki gert flugskeytaárásir af líbönsku landsvæði. Deilt hefur verið um hvort réttast sé að gera kröfum um skilyrðislaust vopnahlé hið fyrsta líkt og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur krafist. Bush Bandaríkjaforseti og Blair forsætisráðherra Bretlands hafa ekki ljáð máls á því og ítrekaði Rice þá stefnu stjórnvalda í Washington á leið sinni til Beirút þegar hún sagði nauðsynlegt að tryggja vopnahlé á svæðinu en aðeins þegar ástandið væri ásættanleg eins og hún orðaði það. Tony Snow, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði sídegis að erfitt yrði að framfylgja vopnahlé nú vegna átaka Ísarela og Hizbollah liða. Hann bætti því við að töluvert af hjálpargögnum myndi byrja að berast með skipum og þyrlum til Líbana á morgun. Fjölmargir Líbanar komu saman í rústum Beirút-borgar í dag til að mótmæla heimsókn Rice. Þeir reyndu að brjóta sér leið að skrifstofu forsætisráðherrans en verðir og lögreglumenn komu í veg fyrir það. Íbúar í Líbanon telja alþjóðasamfélagið hafa bruðist sér með því að ekki hafi verið gerð skýr krafa um skilyrðislaust vopnahlé. Rice heldur síðan til Ísraels í kvöld þar sem hún mun eiga fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels. Barist hefur verið í Líbanon í dag en á þrettán dögum hafa rúmlega þrjú hundruð og sjötíu Líbanar og tæplega fjörutíu Ísraelar fallið í átökum og árásum. Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Rice kom óvænt til Beirút í morgun og var flogið með hana þangað frá Kýpur. Mikil leynd hvíldi yfir ferðaáætlun Rice og var ekki búist við því að hún myndi fyrst stíga fæti í Líbanon. Rice átt fund með Fouad Siniora, forsætisráðherra. Eftir fundinn hrósaði Rice Siniora fyrir hugrekki og staðfestu. Hún sagði einnig mikilvægt að tryggja að Hizbollah liðar gætu ekki gert flugskeytaárásir af líbönsku landsvæði. Deilt hefur verið um hvort réttast sé að gera kröfum um skilyrðislaust vopnahlé hið fyrsta líkt og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur krafist. Bush Bandaríkjaforseti og Blair forsætisráðherra Bretlands hafa ekki ljáð máls á því og ítrekaði Rice þá stefnu stjórnvalda í Washington á leið sinni til Beirút þegar hún sagði nauðsynlegt að tryggja vopnahlé á svæðinu en aðeins þegar ástandið væri ásættanleg eins og hún orðaði það. Tony Snow, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði sídegis að erfitt yrði að framfylgja vopnahlé nú vegna átaka Ísarela og Hizbollah liða. Hann bætti því við að töluvert af hjálpargögnum myndi byrja að berast með skipum og þyrlum til Líbana á morgun. Fjölmargir Líbanar komu saman í rústum Beirút-borgar í dag til að mótmæla heimsókn Rice. Þeir reyndu að brjóta sér leið að skrifstofu forsætisráðherrans en verðir og lögreglumenn komu í veg fyrir það. Íbúar í Líbanon telja alþjóðasamfélagið hafa bruðist sér með því að ekki hafi verið gerð skýr krafa um skilyrðislaust vopnahlé. Rice heldur síðan til Ísraels í kvöld þar sem hún mun eiga fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels. Barist hefur verið í Líbanon í dag en á þrettán dögum hafa rúmlega þrjú hundruð og sjötíu Líbanar og tæplega fjörutíu Ísraelar fallið í átökum og árásum.
Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira