Mikill fjöldi ferðamanna hefur farið á Hornstrandafriðlandið frá Norðurfirði í sumar. Fréttavefurinn Strandir punktur is greinir frá því að hundruðir gesta hafi siglt með bátnum Sædísi sem flytur fólk til Hornstranda. Ferðir eru farnar þrisvar í viku en vegna mikils áhuga ferðamanna á svæðinu þá hefur þurft að bæta við nokkuð af aukaferðum í sumar.
Mikið af ferðamönnum til Hornstranda
