Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við formann bandalagsins, Sigurstein Másson, í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í dag. Framkvæmdastjórnin segist harmar persónugerða gagnrýni frá hendi tveggja af þrjátíu fulltrúm aðalstjórnar á hann og störf stjórnarinnar. Í tilkynningunni segir að málflutningur þessara tveggja fulltrúa sé ómálefnalegan og skaðandi fyrir ímynd bandalagsins. Eins bendir stjórnin á að fullur vilji hafi verið frá upphafi um að semja við Arnþór Helgason um starfslok hans í anda samþykktar aðalstjórnar og hvetja Arnþór til að semja.
