United þarf ekki á Nistelrooy að halda 27. júlí 2006 17:36 Manchester United þarf ekki á Ruud Van Nistelrooy að halda lengur að mati Paul Parker NordicPhotos/GettyImages Paul Parker, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir að hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy sé ekki sami leikmaður og hann var og er þess fullviss að hans verði ekki saknað ef hann fer frá félaginu. Parker segir United ekki þurfa að kaupa stórstjörnu í stað Hollendingsins, heldur ungan og hungraðan framherja sem sé stoltur af að fá að spila fyrir félagið. "Ruud Van Nistelrooy var ekki stórstjarna sem tryggði þér 25 mörk á tímabili þegar hann kom til félagsins á sínum tíma. Það eina sem menn vissu um hann var að hann kláraði færi sín mjög vel og það átti líka eftir að koma á daginn. Nistelrooy varð sá leikmaður sem hann er í dag af því að spila með góða menn í kring um sig - menn sem sköpuðu færi fyrir hann," sagði Parker. "Nistelrooy hefur lengst af verið vinnusamur og þolinmóður. Hann hefur unnið til baka á vellinum og skapað hluti fyrir félaga sína. Hann var eldheitur framan af tímabili í fyrra, en á síðari helmingi tímabilsins fór hann að hætta að skora og þá var eins og hann yrði pirraður og hætti að nenna að leggja sig fram. Ég er ekki frá því að hann skorti hungrið sem einkenndi hann lengst af ferlinum og því held ég að hans verði ekki sárt saknað ef hann fer. Manchester United er félag sem treystir á liðsheild en ekki einstaklinga og ég hef ekki orðið var við það að einstaka leikmenn sem farið hafi frá félaginu í gegn um tíðina hafi látið það svíða með því að brillera annarsstaðar. Ég held að Manchester United þurfi alls ekki endilega að fara út og versla sér dýran markaskorara sem á að gefa því 25 mörk á tímabili, heldur reyna frekar að finna ungan og ákafan strák sem vill ekkert frekar en að sanna sig með liðinu. Það er nóg af mönnum hjá liðinu sem geta skapað marktækifærin og því þarf bara að finna mann sem hefur hæfileika til að klára færin," sagði Parker í viðtali við breska blaðið The Sun. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Sjá meira
Paul Parker, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir að hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy sé ekki sami leikmaður og hann var og er þess fullviss að hans verði ekki saknað ef hann fer frá félaginu. Parker segir United ekki þurfa að kaupa stórstjörnu í stað Hollendingsins, heldur ungan og hungraðan framherja sem sé stoltur af að fá að spila fyrir félagið. "Ruud Van Nistelrooy var ekki stórstjarna sem tryggði þér 25 mörk á tímabili þegar hann kom til félagsins á sínum tíma. Það eina sem menn vissu um hann var að hann kláraði færi sín mjög vel og það átti líka eftir að koma á daginn. Nistelrooy varð sá leikmaður sem hann er í dag af því að spila með góða menn í kring um sig - menn sem sköpuðu færi fyrir hann," sagði Parker. "Nistelrooy hefur lengst af verið vinnusamur og þolinmóður. Hann hefur unnið til baka á vellinum og skapað hluti fyrir félaga sína. Hann var eldheitur framan af tímabili í fyrra, en á síðari helmingi tímabilsins fór hann að hætta að skora og þá var eins og hann yrði pirraður og hætti að nenna að leggja sig fram. Ég er ekki frá því að hann skorti hungrið sem einkenndi hann lengst af ferlinum og því held ég að hans verði ekki sárt saknað ef hann fer. Manchester United er félag sem treystir á liðsheild en ekki einstaklinga og ég hef ekki orðið var við það að einstaka leikmenn sem farið hafi frá félaginu í gegn um tíðina hafi látið það svíða með því að brillera annarsstaðar. Ég held að Manchester United þurfi alls ekki endilega að fara út og versla sér dýran markaskorara sem á að gefa því 25 mörk á tímabili, heldur reyna frekar að finna ungan og ákafan strák sem vill ekkert frekar en að sanna sig með liðinu. Það er nóg af mönnum hjá liðinu sem geta skapað marktækifærin og því þarf bara að finna mann sem hefur hæfileika til að klára færin," sagði Parker í viðtali við breska blaðið The Sun.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Sjá meira