Sex hundruð látnir í Líbanon 27. júlí 2006 19:05 Ísraelska ríkisstjórnin túlkar niðurstöðu ráðstefnunnar um stríðið í Líbanon, sem fram fór í Róm í gær, sem samþykki alþjóðasamfélagsins fyrir áframhaldandi hernaði. Líbönsk yfirvöld telja að sex hundruð manns liggi í valnum eftir árásirnar. Ekkert samkomulag náðist á fundi utanríkisráðherra heims í Róm í gær um að knýja Ísraela og skæruliða Hizbollah til að slíðra sverðin og eftir að fjórir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna dóu í fyrrakvöld í loftárás Ísraela á Suður-Líbanon ákváðu Ástralir að kalla sína gæsluliða heim. Þessi öfugþróun hefur reynst vatn á myllu Ísraela því í dag lýsti dómsmálaráðherra landsins, Haim Ramon, því yfir að ekki væri hægt að túlka hana öðruvísi en að alþjóðasamfélagið væri að gefa Ísraelum grænt ljós á áframhaldandi hernað. Þeir stóðu ekki við orðin tóm því átökin fyrir botni Miðjarðarhafs héldu áfram í dag sem aldrei fyrr. Enn einn daginn rigndi sprengjum yfir borgina Týrus í Líbanon og Hizbollah skutu fleiri eldflaugum á Ísrael en nokkru sinni fyrr. Ein hafnaði á efnaverksmiðu í bænum Kiryat Shmona. Sem fyrr eru hundruð þúsunda Líbana á flótta og örvænting þessa fólks er orðin mikil. "Is this acceptable that Israel kills, slaughter, destroy and displace people and not listening to any one?" Mohammad Khalifeh, heilbrigðisráðherra Líbanons, sagði í dag mannfall óbreyttra borgara væri mun meira en áður væri talið því enn væru svo margir grafnir undir rústum. Hann hélt að ekki færri en sex hundruð hefðu týnt lífi í árásum síðustu tveggja vikna. Fréttir Innlent Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ísraelska ríkisstjórnin túlkar niðurstöðu ráðstefnunnar um stríðið í Líbanon, sem fram fór í Róm í gær, sem samþykki alþjóðasamfélagsins fyrir áframhaldandi hernaði. Líbönsk yfirvöld telja að sex hundruð manns liggi í valnum eftir árásirnar. Ekkert samkomulag náðist á fundi utanríkisráðherra heims í Róm í gær um að knýja Ísraela og skæruliða Hizbollah til að slíðra sverðin og eftir að fjórir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna dóu í fyrrakvöld í loftárás Ísraela á Suður-Líbanon ákváðu Ástralir að kalla sína gæsluliða heim. Þessi öfugþróun hefur reynst vatn á myllu Ísraela því í dag lýsti dómsmálaráðherra landsins, Haim Ramon, því yfir að ekki væri hægt að túlka hana öðruvísi en að alþjóðasamfélagið væri að gefa Ísraelum grænt ljós á áframhaldandi hernað. Þeir stóðu ekki við orðin tóm því átökin fyrir botni Miðjarðarhafs héldu áfram í dag sem aldrei fyrr. Enn einn daginn rigndi sprengjum yfir borgina Týrus í Líbanon og Hizbollah skutu fleiri eldflaugum á Ísrael en nokkru sinni fyrr. Ein hafnaði á efnaverksmiðu í bænum Kiryat Shmona. Sem fyrr eru hundruð þúsunda Líbana á flótta og örvænting þessa fólks er orðin mikil. "Is this acceptable that Israel kills, slaughter, destroy and displace people and not listening to any one?" Mohammad Khalifeh, heilbrigðisráðherra Líbanons, sagði í dag mannfall óbreyttra borgara væri mun meira en áður væri talið því enn væru svo margir grafnir undir rústum. Hann hélt að ekki færri en sex hundruð hefðu týnt lífi í árásum síðustu tveggja vikna.
Fréttir Innlent Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira