Tæplega fjörtíu og fjögurþúsund manns munu í dag fá jákvætt svar vegna umsóknar um skólavist á háskólastigi í Danmörku, Den Koordinerede Tilmelding. Fréttavefur danska ríkissjónvarpsins greinir frá því að svarbréfin verði send út í dag til þeirra sem sóttu um skólapláss fyrr á þessu ári með samræmdri umsókn fyrir skóla á háskólastigi. Ellefu þúsund manns munu aftur á móti fá neikvætt svar og rúmlega tvö þúsund og þrjúhundruð manns eru á biðlista eftir skólaplássi. Einhverjir Íslendingar bíða eftlaust spenntir eftir svarbréfinu enda sækja fjölmargir Íslendingar um skólavist í Danmörku á ári hverju.

