Skoska gleðisveitin Belle and Sebastian og íslenska söngkonan Emilíana Torrini skemmtu gestum á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll í gærkvöldi.
Á morgun koma þau fram á Borgarfirði eystri en að sögn tónleikahaldara fyrir austan er mikill spenningur fyrir tónleikunum. Búist er við íbúafjöldi þorpsins Bakkagerðis við Borgarfjörð eystri allt að tífaldist á morgun, en 150 búa í sveitarfélaginu og líklega hafa aldrei verið fleiri í einu í Bakkagerði. Miðar á tónleikana eru löngu uppseldir og fullbókað í allt gistipláss í næsta nágrenni.