Sameining KA og Þórs í handboltanum er á lokastigi. Liðið mun heita Akureyri Handboltafélag og verður bæjarmerki Akureyrar væntanlega merki félagsins. Rúnar Sigtryggson og Sævar Árnason munu þjálfa Akureyri.
Aðalstjórnir félagana tveggja eiga eftir að fara yfir sinn þátt í málinu og þegar það er klárt verður hið nýja lið væntanlega gert opinbert.
Liðið kemur til með að leika heimaleiki sína í KA-Heimilinu og unnið er hörðum höndum að því að styrkja hópinn fyrir átökin í efstu deild.