Mikið um að vera víða um land 2. ágúst 2006 21:15 Útihátíð, innihátíð, fjölskylduhátíð og þjóðhátíð; hátíðaglaðir landsmenn hafa ýmsa kosti um komandi Verslunarmannahelgi. Á laugardaginn verður hin árlega kjötsúpuferð til Hesteyrar en silgt verður frá Ísafirði á Hesteyri og verður þar mikil skemmtun og kjötsúpa snædd. Kjötsúpuferðin hefur nú verið farin síðustu sjö ár um Verslunarmannahelgina. Á Siglufirði verður Síldarævintýri haldið í sextánda sinn.Síldarminjasafnið verður opið mest alla helgina og slegið verður upp balli á Ráðhústorginu. Akureyringar bjóða til hátíðarinnar Ein með öllu og virðist sem að nokkur straumur fólks liggi þangað. Veðrið viðrist líka ætla að verða hvað einna best þar um helgina. Á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit verður ungmennalandsmót UMFÍ. -Og búast mótshaldarar þar við um tíu þúsund manns. Hljómsveitin Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi um landið en samkvæmt heimildum NFS munu þeir spila í Ásbyrgi um Verslunarmannahelgina. Á Borgarfirði eystri verður útihátíðin Álfaborgarséns. Í Svartaskógi við Egilstaði verður slegið upp harmonikuhátíð og á Neskaupstaður verður Neistaflug. Í Vestmannaeyjum verður haldin Þjóðhátíð. Mótshaldarar þar segja búast við stærri hátíð en í fyrra og telja að um tíu þúsund manns muni koma á hátíðina ef veðrið setur ekki sinn strik í reikninginn. Uppselt er í flest flug og í flestar ferðir Herjólfs. Í Galtalæk verður fjölskylduhátíð og einnig verða haldnir Sæludagar í Vatnaskógi. Fyrir þá sem ætla að vera í höfuðborginni um helgina er um að gera að skella sér á Innipúkann á NASA þar sem fjöldi hljómsveita mun koma fram. Fyrir þá sem enn eru að gera upp við sig hvert eigi að fara þá má hafa í huga að að læg er á leið til landsins og því má búast við talsverðri vætu á Suður- og Vesturlandi á föstudeginum og laugardeginum. Fyrir Norðan og austan verður einhver væta aðfaranótt laugardags og á laugardeginum en að mestu þurrt. Og svo er um að gera að búa sig vel því þó það verði hlýtt framan af helgi á að kólna á sunnudaginn. Fréttir Innlent Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Útihátíð, innihátíð, fjölskylduhátíð og þjóðhátíð; hátíðaglaðir landsmenn hafa ýmsa kosti um komandi Verslunarmannahelgi. Á laugardaginn verður hin árlega kjötsúpuferð til Hesteyrar en silgt verður frá Ísafirði á Hesteyri og verður þar mikil skemmtun og kjötsúpa snædd. Kjötsúpuferðin hefur nú verið farin síðustu sjö ár um Verslunarmannahelgina. Á Siglufirði verður Síldarævintýri haldið í sextánda sinn.Síldarminjasafnið verður opið mest alla helgina og slegið verður upp balli á Ráðhústorginu. Akureyringar bjóða til hátíðarinnar Ein með öllu og virðist sem að nokkur straumur fólks liggi þangað. Veðrið viðrist líka ætla að verða hvað einna best þar um helgina. Á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit verður ungmennalandsmót UMFÍ. -Og búast mótshaldarar þar við um tíu þúsund manns. Hljómsveitin Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi um landið en samkvæmt heimildum NFS munu þeir spila í Ásbyrgi um Verslunarmannahelgina. Á Borgarfirði eystri verður útihátíðin Álfaborgarséns. Í Svartaskógi við Egilstaði verður slegið upp harmonikuhátíð og á Neskaupstaður verður Neistaflug. Í Vestmannaeyjum verður haldin Þjóðhátíð. Mótshaldarar þar segja búast við stærri hátíð en í fyrra og telja að um tíu þúsund manns muni koma á hátíðina ef veðrið setur ekki sinn strik í reikninginn. Uppselt er í flest flug og í flestar ferðir Herjólfs. Í Galtalæk verður fjölskylduhátíð og einnig verða haldnir Sæludagar í Vatnaskógi. Fyrir þá sem ætla að vera í höfuðborginni um helgina er um að gera að skella sér á Innipúkann á NASA þar sem fjöldi hljómsveita mun koma fram. Fyrir þá sem enn eru að gera upp við sig hvert eigi að fara þá má hafa í huga að að læg er á leið til landsins og því má búast við talsverðri vætu á Suður- og Vesturlandi á föstudeginum og laugardeginum. Fyrir Norðan og austan verður einhver væta aðfaranótt laugardags og á laugardeginum en að mestu þurrt. Og svo er um að gera að búa sig vel því þó það verði hlýtt framan af helgi á að kólna á sunnudaginn.
Fréttir Innlent Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira