Karlmaður handtekinn eftir átök
Karlmaður var handtekinn og kona flutt handleggsbrotin á sjúkrahúsið á Selfossi, eftir að til átaka kom á milli þeirra í sumarbústað við þingvelli í gærkvöldi. Konan var auk þess marinn hér og þar. Hún var útskrifuð eftir að búið hafði verið um brotið, en maðurinn gistir fangageymslur og verður yfirheyrður í dag.