Segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkum ólöglegar 6. ágúst 2006 18:57 Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkasvæðinu stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar. Mótmælendur fullyrða að lögregla komi í veg fyrir að þeim séu færðar vistir, beiti þá harðræði og hindri ferðir fólks til mótmælabúðanna. Aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum á Kárahnjúkasvæðinu hafa verið mikið til umfjöllunar að undanförnu. Lögreglan hefur handtekið mótmælendur sem ýmist höfðu hlekkjað sig við vinnuvélar og þannig truflað starfssemi á svæðinu sem og aðra sem hafa haldið því fram að mótmæli þeirra séu friðsamleg og lögmæt. Arna Ösp Magnúsardóttir sem dvelur nú við mótmælabúðirnar við Lindur segir að erfitt sé að koma mat á svæðið því lögreglan vakti ferðir mótmælenda og hafa bílar sem reynt hafa að komast í búðirnar með mat verið stöðvaðir og matur tekinn af þeim. Lögreglan hefur lokað tveimur vegum og er annar þeirra slóði utan vinnusvæðis sem öllu jafna er opinn. Arna Ösp segist sjálf ekki hafa tekið þátt í mótmælum á kárahnjúkavsvæðinu en samt sem áður sé hún stöðvuð af lögreglu þegar hún ferðast um svæðið. Jónína Sigurðardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði um aðgerðir lögreglu í samtali við fréttastofu ríkisútvarpsins á föstudag: "Þarna er fólk að safnast saman til þess að mótmæla sem er bannað og okkur ber að sinna því" Þessu eru ekki allir sammála. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður segir aðgerðir lögreglu brot á stjórnarskrárréttindum fólks.Hann segir aðgerðir lögreglu nú ekki nýjar af nálinni og að ríkið hafi iðulega orðið fyrir skaða vegna þeirra. Hann nefnir sem dæmi þegar mótmælendur voru handteknir þegar forseti Kína kom hingað til lands í heimssókn en þá hafi ríkið verið dæmt skaðabótaskylt. Og Ragnar telur lögregluna hafa brotið lög með því að reyna að hindra mótmælendur til að koma saman og skipuleggja mótmælaaðgerðir Óskar Bjartmarz yfirlögegluþjónn á Egilsstöðu vísar ásökunum Ragnars og mótmælenda alfarið á bug. Hann segir lögin sín megin og bendir til dæmis á 15. gr lögreglulaga en þar segir: Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau. Fréttir Innlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkasvæðinu stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar. Mótmælendur fullyrða að lögregla komi í veg fyrir að þeim séu færðar vistir, beiti þá harðræði og hindri ferðir fólks til mótmælabúðanna. Aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum á Kárahnjúkasvæðinu hafa verið mikið til umfjöllunar að undanförnu. Lögreglan hefur handtekið mótmælendur sem ýmist höfðu hlekkjað sig við vinnuvélar og þannig truflað starfssemi á svæðinu sem og aðra sem hafa haldið því fram að mótmæli þeirra séu friðsamleg og lögmæt. Arna Ösp Magnúsardóttir sem dvelur nú við mótmælabúðirnar við Lindur segir að erfitt sé að koma mat á svæðið því lögreglan vakti ferðir mótmælenda og hafa bílar sem reynt hafa að komast í búðirnar með mat verið stöðvaðir og matur tekinn af þeim. Lögreglan hefur lokað tveimur vegum og er annar þeirra slóði utan vinnusvæðis sem öllu jafna er opinn. Arna Ösp segist sjálf ekki hafa tekið þátt í mótmælum á kárahnjúkavsvæðinu en samt sem áður sé hún stöðvuð af lögreglu þegar hún ferðast um svæðið. Jónína Sigurðardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði um aðgerðir lögreglu í samtali við fréttastofu ríkisútvarpsins á föstudag: "Þarna er fólk að safnast saman til þess að mótmæla sem er bannað og okkur ber að sinna því" Þessu eru ekki allir sammála. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður segir aðgerðir lögreglu brot á stjórnarskrárréttindum fólks.Hann segir aðgerðir lögreglu nú ekki nýjar af nálinni og að ríkið hafi iðulega orðið fyrir skaða vegna þeirra. Hann nefnir sem dæmi þegar mótmælendur voru handteknir þegar forseti Kína kom hingað til lands í heimssókn en þá hafi ríkið verið dæmt skaðabótaskylt. Og Ragnar telur lögregluna hafa brotið lög með því að reyna að hindra mótmælendur til að koma saman og skipuleggja mótmælaaðgerðir Óskar Bjartmarz yfirlögegluþjónn á Egilsstöðu vísar ásökunum Ragnars og mótmælenda alfarið á bug. Hann segir lögin sín megin og bendir til dæmis á 15. gr lögreglulaga en þar segir: Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau.
Fréttir Innlent Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Sjá meira