Segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkum ólöglegar 6. ágúst 2006 18:57 Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkasvæðinu stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar. Mótmælendur fullyrða að lögregla komi í veg fyrir að þeim séu færðar vistir, beiti þá harðræði og hindri ferðir fólks til mótmælabúðanna. Aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum á Kárahnjúkasvæðinu hafa verið mikið til umfjöllunar að undanförnu. Lögreglan hefur handtekið mótmælendur sem ýmist höfðu hlekkjað sig við vinnuvélar og þannig truflað starfssemi á svæðinu sem og aðra sem hafa haldið því fram að mótmæli þeirra séu friðsamleg og lögmæt. Arna Ösp Magnúsardóttir sem dvelur nú við mótmælabúðirnar við Lindur segir að erfitt sé að koma mat á svæðið því lögreglan vakti ferðir mótmælenda og hafa bílar sem reynt hafa að komast í búðirnar með mat verið stöðvaðir og matur tekinn af þeim. Lögreglan hefur lokað tveimur vegum og er annar þeirra slóði utan vinnusvæðis sem öllu jafna er opinn. Arna Ösp segist sjálf ekki hafa tekið þátt í mótmælum á kárahnjúkavsvæðinu en samt sem áður sé hún stöðvuð af lögreglu þegar hún ferðast um svæðið. Jónína Sigurðardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði um aðgerðir lögreglu í samtali við fréttastofu ríkisútvarpsins á föstudag: "Þarna er fólk að safnast saman til þess að mótmæla sem er bannað og okkur ber að sinna því" Þessu eru ekki allir sammála. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður segir aðgerðir lögreglu brot á stjórnarskrárréttindum fólks.Hann segir aðgerðir lögreglu nú ekki nýjar af nálinni og að ríkið hafi iðulega orðið fyrir skaða vegna þeirra. Hann nefnir sem dæmi þegar mótmælendur voru handteknir þegar forseti Kína kom hingað til lands í heimssókn en þá hafi ríkið verið dæmt skaðabótaskylt. Og Ragnar telur lögregluna hafa brotið lög með því að reyna að hindra mótmælendur til að koma saman og skipuleggja mótmælaaðgerðir Óskar Bjartmarz yfirlögegluþjónn á Egilsstöðu vísar ásökunum Ragnars og mótmælenda alfarið á bug. Hann segir lögin sín megin og bendir til dæmis á 15. gr lögreglulaga en þar segir: Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau. Fréttir Innlent Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, segir aðgerðir lögreglu á Kárahnjúkasvæðinu stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar. Mótmælendur fullyrða að lögregla komi í veg fyrir að þeim séu færðar vistir, beiti þá harðræði og hindri ferðir fólks til mótmælabúðanna. Aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum á Kárahnjúkasvæðinu hafa verið mikið til umfjöllunar að undanförnu. Lögreglan hefur handtekið mótmælendur sem ýmist höfðu hlekkjað sig við vinnuvélar og þannig truflað starfssemi á svæðinu sem og aðra sem hafa haldið því fram að mótmæli þeirra séu friðsamleg og lögmæt. Arna Ösp Magnúsardóttir sem dvelur nú við mótmælabúðirnar við Lindur segir að erfitt sé að koma mat á svæðið því lögreglan vakti ferðir mótmælenda og hafa bílar sem reynt hafa að komast í búðirnar með mat verið stöðvaðir og matur tekinn af þeim. Lögreglan hefur lokað tveimur vegum og er annar þeirra slóði utan vinnusvæðis sem öllu jafna er opinn. Arna Ösp segist sjálf ekki hafa tekið þátt í mótmælum á kárahnjúkavsvæðinu en samt sem áður sé hún stöðvuð af lögreglu þegar hún ferðast um svæðið. Jónína Sigurðardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sagði um aðgerðir lögreglu í samtali við fréttastofu ríkisútvarpsins á föstudag: "Þarna er fólk að safnast saman til þess að mótmæla sem er bannað og okkur ber að sinna því" Þessu eru ekki allir sammála. Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður segir aðgerðir lögreglu brot á stjórnarskrárréttindum fólks.Hann segir aðgerðir lögreglu nú ekki nýjar af nálinni og að ríkið hafi iðulega orðið fyrir skaða vegna þeirra. Hann nefnir sem dæmi þegar mótmælendur voru handteknir þegar forseti Kína kom hingað til lands í heimssókn en þá hafi ríkið verið dæmt skaðabótaskylt. Og Ragnar telur lögregluna hafa brotið lög með því að reyna að hindra mótmælendur til að koma saman og skipuleggja mótmælaaðgerðir Óskar Bjartmarz yfirlögegluþjónn á Egilsstöðu vísar ásökunum Ragnars og mótmælenda alfarið á bug. Hann segir lögin sín megin og bendir til dæmis á 15. gr lögreglulaga en þar segir: Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau.
Fréttir Innlent Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira