Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja réttinn sín megin 8. ágúst 2006 21:47 Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja sig hafa skýra lagastoð fyrir aðgerðum sínum gegn mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar. Mótmælendurnir hyggjast kæra lögregluna og segja hana hafa beitt þá víðtæku ofbeldi. Eftir að búðum mótmælenda var lokað í gær gistu flestir þeirra á Egilsstöðuðum í nótt og ekki annað að heyra en hlé yrði á aðgerðum þeirra. Flestir þessara mótmælenda eru útlendingar. Óskar Bjartmars yfirlögregluþjónn sagði í hádegisfréttum að ásakanir um harðræði og ofbeldi væru hrein og klár ósannindi. Það hefði ekki komið til neinna beinna átaka en nauðsynlegt hafi verið að taka á fólkinu sem ekki hafi hlýtt skipunum lögreglu. Þrátt fyrir harða gagnrýni á aðgerðir lögreglu, meðal annars frá Ragnari Aðalsteinssyni, hæstaréttarlögmanni efast Óskar ekki um lögmæti þeirra. Í búðunum fundust þessi tæki sem Óskar telur að kunni að hafa verið notuð við skemmdarverk. Talsmaður mótmælendanna vísar því á bug og telur að réttara væri að kanna hvort óánægðir starfsmenn verktaka hafi ekki staðið að skemmdarverkunum. Hann segir að kærur verði lagðar fram. Mikið hefur verið gert úr því að þarna séu atvinnumótmælendur á ferð sem fái greitt fyrir að taka þátt í aðgerðum. Matt, sem er einn af mótmælendunum hlær að þessu og segist vinna og safna fé til að greiða fyrir ferðir sínar. Hann segir þetta lífstíl og baráttu fyrir bættum heimi. Ekki bara barátta fyrir umhverfinu, segir hann sem síðast lét til sín taka á vesturbakkanum í Palestínu. Hann gerir einnig lítið úr þeirri gagnrýni að mótmælendurnir sem komi til landsins hafi lítið vit á eða skilning á því sem þeir eru að mótmæla Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja sig hafa skýra lagastoð fyrir aðgerðum sínum gegn mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar. Mótmælendurnir hyggjast kæra lögregluna og segja hana hafa beitt þá víðtæku ofbeldi. Eftir að búðum mótmælenda var lokað í gær gistu flestir þeirra á Egilsstöðuðum í nótt og ekki annað að heyra en hlé yrði á aðgerðum þeirra. Flestir þessara mótmælenda eru útlendingar. Óskar Bjartmars yfirlögregluþjónn sagði í hádegisfréttum að ásakanir um harðræði og ofbeldi væru hrein og klár ósannindi. Það hefði ekki komið til neinna beinna átaka en nauðsynlegt hafi verið að taka á fólkinu sem ekki hafi hlýtt skipunum lögreglu. Þrátt fyrir harða gagnrýni á aðgerðir lögreglu, meðal annars frá Ragnari Aðalsteinssyni, hæstaréttarlögmanni efast Óskar ekki um lögmæti þeirra. Í búðunum fundust þessi tæki sem Óskar telur að kunni að hafa verið notuð við skemmdarverk. Talsmaður mótmælendanna vísar því á bug og telur að réttara væri að kanna hvort óánægðir starfsmenn verktaka hafi ekki staðið að skemmdarverkunum. Hann segir að kærur verði lagðar fram. Mikið hefur verið gert úr því að þarna séu atvinnumótmælendur á ferð sem fái greitt fyrir að taka þátt í aðgerðum. Matt, sem er einn af mótmælendunum hlær að þessu og segist vinna og safna fé til að greiða fyrir ferðir sínar. Hann segir þetta lífstíl og baráttu fyrir bættum heimi. Ekki bara barátta fyrir umhverfinu, segir hann sem síðast lét til sín taka á vesturbakkanum í Palestínu. Hann gerir einnig lítið úr þeirri gagnrýni að mótmælendurnir sem komi til landsins hafi lítið vit á eða skilning á því sem þeir eru að mótmæla
Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira