Ekki frekari fjárfestingar í stóriðju 9. ágúst 2006 15:00 Íslensk stjórnvöld verða með skjótvirkum hætti að koma á efnahagslegu jafnvægi og ekki fara út í frekari fjárfestingu í stóriðju að mati sérfræðinga OECD. Þeir sjá einnig ástæðu til að minna íslenska ráðamenn á að mannauður er grundvöllur þess að efnahagslegur árangur síðasta áratugar viðhaldist. Um er að ræða reglubundna skýrslu um stöðu og horfur í efnahagsmálum sem samin var eftir tvær heimsóknir sérfræðinga stofnunarinnar hingað til lands í ár. Hægt er að nálgast skýrsluna í heild sinni á vef fjármálaráðuneytisins. Í skýrslunni segir að tekjur á einstaklinga hafi aukist hratt síðasta áratuginn. Undanfarið hafi hins vegar hagvöxtur verið sveiflukenndur sökum stórra fjárfestinga í orku- og áliðnaði og skuldsetningu heimilanna. Á næstunni þurfi efnahagsstjórn landsins að herða tökin til að koma verðbólgu aftur inn fyrir opinber markmið. Fjárlögum þurfi að framfylgja. Að mati skýrsluhöfunda ætti ekki að ráðast í frekari stórframkvæmdir fyrr en komið sé á efnahagsjafnvægi og ljóst sé hver raunverulegur ávinningur sé af þeim fyrir þjóðarbúskapinn, ekki síst með tillliti til umhverfisáhrifa. Skýrslan kemur með tillögur um hvernig megi laga menntakerfið að efnahagsumhverfi í örri þróun. Tillögurnar fela meðal annars í sér skólagjöld í háskólum og að hvetja fólk til að fara erlendis í nám í stað þess að bjóða allar námsleiðir. Skýrsluhöfundar telja Íbúðalánasjóð hamla húsnæðismarkaði. Stjórnvöld eigi að íhuga að leggja gjald á sjóðinn eða skipta honum upp til að greiða fyrir samkeppni. Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Íslensk stjórnvöld verða með skjótvirkum hætti að koma á efnahagslegu jafnvægi og ekki fara út í frekari fjárfestingu í stóriðju að mati sérfræðinga OECD. Þeir sjá einnig ástæðu til að minna íslenska ráðamenn á að mannauður er grundvöllur þess að efnahagslegur árangur síðasta áratugar viðhaldist. Um er að ræða reglubundna skýrslu um stöðu og horfur í efnahagsmálum sem samin var eftir tvær heimsóknir sérfræðinga stofnunarinnar hingað til lands í ár. Hægt er að nálgast skýrsluna í heild sinni á vef fjármálaráðuneytisins. Í skýrslunni segir að tekjur á einstaklinga hafi aukist hratt síðasta áratuginn. Undanfarið hafi hins vegar hagvöxtur verið sveiflukenndur sökum stórra fjárfestinga í orku- og áliðnaði og skuldsetningu heimilanna. Á næstunni þurfi efnahagsstjórn landsins að herða tökin til að koma verðbólgu aftur inn fyrir opinber markmið. Fjárlögum þurfi að framfylgja. Að mati skýrsluhöfunda ætti ekki að ráðast í frekari stórframkvæmdir fyrr en komið sé á efnahagsjafnvægi og ljóst sé hver raunverulegur ávinningur sé af þeim fyrir þjóðarbúskapinn, ekki síst með tillliti til umhverfisáhrifa. Skýrslan kemur með tillögur um hvernig megi laga menntakerfið að efnahagsumhverfi í örri þróun. Tillögurnar fela meðal annars í sér skólagjöld í háskólum og að hvetja fólk til að fara erlendis í nám í stað þess að bjóða allar námsleiðir. Skýrsluhöfundar telja Íbúðalánasjóð hamla húsnæðismarkaði. Stjórnvöld eigi að íhuga að leggja gjald á sjóðinn eða skipta honum upp til að greiða fyrir samkeppni.
Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira