Sjúkrabílar, slökkvilið og lögregla voru kölluð að Alþingishúsinu á níunda tímanum í morgun. Ástæðan var tilkynningu um reyk sem barst frá Alþingi og kom í ljós að rafmagnsspennir hafði brunnið yfir.
Við það myndaðist töluverður reykur og mátti finna lyktina allt út á götu. Þegar slökkvilið kom á vettvang hafði húsvörður Alþingis slegið rafmagnið út og var því slökkvibíl frá Hafnarfirði snúið við.
Slökkvilið kallað að Alþingishúsinu
