Gæðamat á íslenskum vegum 15. ágúst 2006 19:37 Mynd/Einar Ólasson Gert hefur verið gæðamat á öryggisstöðlum á íslenskum vegum. Vegirnir eru í misgóðu ástandi, mörgu er ábótavant og slysagildrur leynast víða. FÍB hefur framkvæmt gæðamat á Reykjanesbraut, hluta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar í samstarfi við Samgönguráðuneytið og Umferðarstofnun, sem fjármagnar rannsóknina. Gerð var stöðluð gæða og öryggiskönnun á íslenskum vegum undir merkjum EuroRap sem felur í sér ítarlegt gæðamat á vegum, samkvæmt alþjóðastöðlum, með tilliti til öryggis ef bíll fer útaf. Vegunum eru gefnar allt að fjórar stjörnur eftir gæðum þeirra. Reykjanesbraut fær þrjár stjörnur í heildina en á köflum fær hún einungis 2 stjörnur, t.d. við Álverið í Straumsvík þar sem háar vegbrúni og hættulegt umhverfi við vegbrún svo sem hættulegir ljósastaurar auka verulega slysahættu. Þó eru kaflar þar sem slysahætta er minni vegna aflíðandi vegbrúna og brjótanlegra ljósastaura, t.d. á stuttum hluta í gegnum Hafnarfjörð sem draga brautina upp í 4 stjörnur. Suðurlandsbraut fær líka þrjár stjörnur í heildina og eru þar kafla sem sem fá 2 stjörnur vegna mikils fjölda hættulegra vegamóta. Eins er mikið um djúpa skurði, háa vegkanta og stutt vegrið sem draga úr gæðum vegarins. Vesturlandsvegurinn fær þrjár stjörnur en sumstaðar nær hann aðeins 2 stjörnum og er það helst á köflum rétt fyrir utan Borgarnes þar sem mikill grjótgarður liggur meðfram veginum til varnar að bílar lendi úti í sjó. Þar ættu frekar að vera veghandrið þar sem afleiðingar þess að ökutæki keyri á grótgarðinn eru mun alvarlegri en ef hann myndi hafna á vegriði. Veghluti Vesturlandsvegar sem liggur milli Suðurlandsvegar og Mosfellsbæjar eru þó nálægt því að hljóta 4 stjörnur þar sem vegurinn er tvöfaldur og gatnamót eru sett í hringtorg. Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri EuroRap segir að bæta megi gæði vega og minnka hættu á alvarlegum slysum með því að setja upp vegrið, lækka vegbrúnir/kanta, fylla í skurð og hreinsa og slétta í kringum vegina svo eitthvað sé nefnt. Taka skal fram að þetta mat er gert á þremur af bestu vegum landsins en fá þeir þó allir þrjár stjörnur af fjórum. Ólafur segir að í því ljósi sé ekki hægt að svo stöddu að gefa út hvernig ástand vega á Íslandi er samanborið við önnur lönd þar sem einungis þessi 175 km leið hafi verið metin. Hann segir að það muni ekki koma í ljós hvar við stöndum fyrr en viðameira gæðamat liggur fyrir sem er nú þegar í bígerð. Fréttir Innlent Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira
Gert hefur verið gæðamat á öryggisstöðlum á íslenskum vegum. Vegirnir eru í misgóðu ástandi, mörgu er ábótavant og slysagildrur leynast víða. FÍB hefur framkvæmt gæðamat á Reykjanesbraut, hluta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar í samstarfi við Samgönguráðuneytið og Umferðarstofnun, sem fjármagnar rannsóknina. Gerð var stöðluð gæða og öryggiskönnun á íslenskum vegum undir merkjum EuroRap sem felur í sér ítarlegt gæðamat á vegum, samkvæmt alþjóðastöðlum, með tilliti til öryggis ef bíll fer útaf. Vegunum eru gefnar allt að fjórar stjörnur eftir gæðum þeirra. Reykjanesbraut fær þrjár stjörnur í heildina en á köflum fær hún einungis 2 stjörnur, t.d. við Álverið í Straumsvík þar sem háar vegbrúni og hættulegt umhverfi við vegbrún svo sem hættulegir ljósastaurar auka verulega slysahættu. Þó eru kaflar þar sem slysahætta er minni vegna aflíðandi vegbrúna og brjótanlegra ljósastaura, t.d. á stuttum hluta í gegnum Hafnarfjörð sem draga brautina upp í 4 stjörnur. Suðurlandsbraut fær líka þrjár stjörnur í heildina og eru þar kafla sem sem fá 2 stjörnur vegna mikils fjölda hættulegra vegamóta. Eins er mikið um djúpa skurði, háa vegkanta og stutt vegrið sem draga úr gæðum vegarins. Vesturlandsvegurinn fær þrjár stjörnur en sumstaðar nær hann aðeins 2 stjörnum og er það helst á köflum rétt fyrir utan Borgarnes þar sem mikill grjótgarður liggur meðfram veginum til varnar að bílar lendi úti í sjó. Þar ættu frekar að vera veghandrið þar sem afleiðingar þess að ökutæki keyri á grótgarðinn eru mun alvarlegri en ef hann myndi hafna á vegriði. Veghluti Vesturlandsvegar sem liggur milli Suðurlandsvegar og Mosfellsbæjar eru þó nálægt því að hljóta 4 stjörnur þar sem vegurinn er tvöfaldur og gatnamót eru sett í hringtorg. Ólafur Guðmundsson, verkefnastjóri EuroRap segir að bæta megi gæði vega og minnka hættu á alvarlegum slysum með því að setja upp vegrið, lækka vegbrúnir/kanta, fylla í skurð og hreinsa og slétta í kringum vegina svo eitthvað sé nefnt. Taka skal fram að þetta mat er gert á þremur af bestu vegum landsins en fá þeir þó allir þrjár stjörnur af fjórum. Ólafur segir að í því ljósi sé ekki hægt að svo stöddu að gefa út hvernig ástand vega á Íslandi er samanborið við önnur lönd þar sem einungis þessi 175 km leið hafi verið metin. Hann segir að það muni ekki koma í ljós hvar við stöndum fyrr en viðameira gæðamat liggur fyrir sem er nú þegar í bígerð.
Fréttir Innlent Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sjá meira