Gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu 16. ágúst 2006 18:52 Bandarískur vatnsaflsverkfræðingur gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu og óttast að hún sé ótraust. Þrjár stíflur sömu tegundar, annars staðar í heiminum, leka og ein þeirra er ónýt. Í júlí hefti The New Scientist er sagt frá því að í Brasilíu hafi brostið göng í samskonar stíflu og Kárahnjúkastíflu með þeim afleiðingum að hún lak.Þegar aðstæður voru kannaðar þá kom í ljós að klæðning stíflunnar hafði brostið á nokkrum stöðum og stórar sprungur voru á henni. Að mati vísindamanna er sú stífla ónýt. Tvær aðrar stíflur sömu gerðar hafa einnig lekið óheyrilega.Desiree Tullos er vatnsaflsverkfræðingur og aðstoðar prófessor við Oregon State University. Hún hefur verið stödd hér á landi undanfarna daga til að kynna sér Kárahnjúkastíflu. Hún segir mögulegt að það sama gæti komið fyrir hér og gagnrýnir vinnubrögð Landsvirkjunar og ríkisstjórnar Íslands og segir að of geyst hafi verið farið í framkvæmdir við virkjunina.Sigurður Arnalds upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar segir ýmsa annmarka vera á rannsóknum Tullos. Þá hafi Tullos ekki haft samband við Landsvirkjun til að fá aðgang að gögnum hennar.Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hér á landi séu staddir þrír sérfræðingar á vegum Landsvirkjunar sem eigi að meta hvort sömu gallar kunni að vera á Kárahnjúkastíflu og fram hafa komið á öðrum stíflum sömu tegundar. Einn þeirra, Nelson Pitto er brasilískur og þekkir vel til stíflunnar sem brast. Landsvirkjun ætlar síðan að boða til blaðamannafundar á þriðjudaginn kemur til að kynna niðurstöður sérfræðinganna.Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar efasemdir koma fram um Kárahnjúkastíflu. Stutt er síðan að vísindamenn sögðu að sprungusvæði á stíflusvæðinu væri umfangsmeira en talið hefði verið í upphafi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar fór fram á það fyrr í þessum mánuði að Landsvirkjun léti gera nýtt hættumat og nýtt arðsemismat eftir að skýrla um jarðsprungur undir Kárahnjúkastíflu leit dagsins ljós eftir að hafa verið haldið leyndri í tæpt ár. Ingibjörg segist hafa fengið þau svör að verið væri að vinna að nýju hættumati sem yrði kynnt á næsta stjórnarfundi Landsvirkjunar. Náttúruverndarsamtök Íslands kröfðust þess síðan í dag að óháð rannsókn fari fram á gæðum stíflunnar. Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Sjá meira
Bandarískur vatnsaflsverkfræðingur gerir alvarlegar athugasemdir við Kárahnjúkastíflu og óttast að hún sé ótraust. Þrjár stíflur sömu tegundar, annars staðar í heiminum, leka og ein þeirra er ónýt. Í júlí hefti The New Scientist er sagt frá því að í Brasilíu hafi brostið göng í samskonar stíflu og Kárahnjúkastíflu með þeim afleiðingum að hún lak.Þegar aðstæður voru kannaðar þá kom í ljós að klæðning stíflunnar hafði brostið á nokkrum stöðum og stórar sprungur voru á henni. Að mati vísindamanna er sú stífla ónýt. Tvær aðrar stíflur sömu gerðar hafa einnig lekið óheyrilega.Desiree Tullos er vatnsaflsverkfræðingur og aðstoðar prófessor við Oregon State University. Hún hefur verið stödd hér á landi undanfarna daga til að kynna sér Kárahnjúkastíflu. Hún segir mögulegt að það sama gæti komið fyrir hér og gagnrýnir vinnubrögð Landsvirkjunar og ríkisstjórnar Íslands og segir að of geyst hafi verið farið í framkvæmdir við virkjunina.Sigurður Arnalds upplýsingafulltrúi Kárahnjúkavirkjunar segir ýmsa annmarka vera á rannsóknum Tullos. Þá hafi Tullos ekki haft samband við Landsvirkjun til að fá aðgang að gögnum hennar.Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hér á landi séu staddir þrír sérfræðingar á vegum Landsvirkjunar sem eigi að meta hvort sömu gallar kunni að vera á Kárahnjúkastíflu og fram hafa komið á öðrum stíflum sömu tegundar. Einn þeirra, Nelson Pitto er brasilískur og þekkir vel til stíflunnar sem brast. Landsvirkjun ætlar síðan að boða til blaðamannafundar á þriðjudaginn kemur til að kynna niðurstöður sérfræðinganna.Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem alvarlegar efasemdir koma fram um Kárahnjúkastíflu. Stutt er síðan að vísindamenn sögðu að sprungusvæði á stíflusvæðinu væri umfangsmeira en talið hefði verið í upphafi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar fór fram á það fyrr í þessum mánuði að Landsvirkjun léti gera nýtt hættumat og nýtt arðsemismat eftir að skýrla um jarðsprungur undir Kárahnjúkastíflu leit dagsins ljós eftir að hafa verið haldið leyndri í tæpt ár. Ingibjörg segist hafa fengið þau svör að verið væri að vinna að nýju hættumati sem yrði kynnt á næsta stjórnarfundi Landsvirkjunar. Náttúruverndarsamtök Íslands kröfðust þess síðan í dag að óháð rannsókn fari fram á gæðum stíflunnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Sjá meira