
Sport
Andy Reid til Charlton

Írski landsliðsmaðurinn Andy Reid ákvað í dag að færa sig um set í Lundúnum þegar hann gekk í raðir Charlton frá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Reid gekk í raðir Tottenham frá Nottingham Forest í janúar í fyrra, en náði aldrei að festa sig í sessi hjá liðinu. Reid hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Charlton og er kaupverðið sagt geta orðið allt að þremur milljónum punda.