Boðar samstöðu og sættir flokksmanna 20. ágúst 2006 03:30 Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var kjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem lauk í gær. Jón hlaut 417 atkvæði eða 54,8% en Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisog tryggingaráðherra, hlaut 336 atkvæði eða 44,15%. Jón þakkaði fundarmönnum stuðninginn og sagði þingið og kjörið vera tímamót í sögu Framsóknarflokksins. Hann sagði úrslit formannskjörsins á þá lund að enginn hefði tapað, allir hefðu sigrað. Þá sagðist hann ætla að gera allt sem í hans valdi stæði til að efla innri samstöðu og jafna ágreining sem upp hefur komið og upp kann að koma innan flokksins. „Ég er ánægður með kosninguna og er sannfærður um að hún styrkir flokkinn til framtíðar," sagði Jón í samtali við Fréttablaðið. Siv Friðleifsdóttir var á sama máli og sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að flokkurinn allur hefði sigrað. „Ég var tilbúin til að leiða flokkinn en flokksþing hefur talað og þetta er niðurstaðan." Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var endurkjörinn varaformaður. Hann hlaut 437 atkvæði eða 60,95% en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hlaut 262 atkvæði eða 36,54%. Guðni sagðist hafa haft góða tilfinningu fyrir úrslitunum. „Ég hafði orðið tilfinningu fyrir því að ég væri nokkuð sterkur og myndi hafa þetta," sagði hann að kjöri loknu. Jónína sagðist alltaf hafa gert ráð fyrir að kosningarnar gætu farið á þennan veg, en hún verði eftir sem áður í forystustarfi fyrir flokkinn og stefni að því að bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Sæunn Stefánsdóttir var kjörin ritari flokksins. Hún hlaut 436 atkvæði eða 75,43% en Haukur Logi Karlsson hlaut 82 atkvæði eða 14,19%. Áður en að kjörinu kom drógu þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Kristinn H. Gunnarsson framboð sín til ritaraembættisins til baka og lýstu yfir stuðningi við Sæunni. Fréttir Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var kjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem lauk í gær. Jón hlaut 417 atkvæði eða 54,8% en Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisog tryggingaráðherra, hlaut 336 atkvæði eða 44,15%. Jón þakkaði fundarmönnum stuðninginn og sagði þingið og kjörið vera tímamót í sögu Framsóknarflokksins. Hann sagði úrslit formannskjörsins á þá lund að enginn hefði tapað, allir hefðu sigrað. Þá sagðist hann ætla að gera allt sem í hans valdi stæði til að efla innri samstöðu og jafna ágreining sem upp hefur komið og upp kann að koma innan flokksins. „Ég er ánægður með kosninguna og er sannfærður um að hún styrkir flokkinn til framtíðar," sagði Jón í samtali við Fréttablaðið. Siv Friðleifsdóttir var á sama máli og sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að flokkurinn allur hefði sigrað. „Ég var tilbúin til að leiða flokkinn en flokksþing hefur talað og þetta er niðurstaðan." Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var endurkjörinn varaformaður. Hann hlaut 437 atkvæði eða 60,95% en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hlaut 262 atkvæði eða 36,54%. Guðni sagðist hafa haft góða tilfinningu fyrir úrslitunum. „Ég hafði orðið tilfinningu fyrir því að ég væri nokkuð sterkur og myndi hafa þetta," sagði hann að kjöri loknu. Jónína sagðist alltaf hafa gert ráð fyrir að kosningarnar gætu farið á þennan veg, en hún verði eftir sem áður í forystustarfi fyrir flokkinn og stefni að því að bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Sæunn Stefánsdóttir var kjörin ritari flokksins. Hún hlaut 436 atkvæði eða 75,43% en Haukur Logi Karlsson hlaut 82 atkvæði eða 14,19%. Áður en að kjörinu kom drógu þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og Kristinn H. Gunnarsson framboð sín til ritaraembættisins til baka og lýstu yfir stuðningi við Sæunni.
Fréttir Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent