Manchester United byrjar leiktíðina með tilþrifum í ensku úrvalsdeildinni, en í dag vann liðið 5-1 stórsigur á Heiðari Helgusyni og félögum í Fulham á Old Trafford í Manchester. Wayne Rooney skoraði tvö mörk, Cristiano Ronaldo og Louis Saha eitt hvor og eitt markið var sjálfsmark. Það var okkar maður Heiðar sem minnkaði muninn fyrir Fulham eftir að skot hans hrökk af Rio Ferdinand og í netið.