Kannað hvort vegabréf hafi verið ógilt 24. ágúst 2006 12:02 Utanríkisráðuneytið kannar hvort ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðalög í meðförum sínum á vegabréfi Abrahams Shwaikis, sem var handtekinn við komuna til Ísraels í fyrrinótt. Abraham kom heim til Íslands í gærkvöldi, eftir tæplega tveggja sólarhringa ferðalag, en honum var meinað að hitta veikan föður sinn og fjölskyldumeðlimi í Ísrael. Það var klukkan fjögur í fyrri nótt sem Abraham lenti á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv en hann var kominn til Ísraels til að heimsækja veikan föður sinn og aðra í fjölskyldunni. Abraham, sem áður hét Ibrahim, hefur búið á Íslandi frá árinu 1990 og er íslenskur ríkisborgari. Hann var í viðtali á fréttavakt NFS í morgun. Þar sagðist hann ekki hafa átt von á þessum viðbrögðum, ef til vill að þurfa að svara spurningum í eina til tvær klukkustundir. Hann hafi áður ferðast til Ísraels með sama vegabréfið árið 2004 og þá hafi ferð hans gengið greiðlega. Í gær hafi hann verði færður í herbergi á flugvellinum og fengið að sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver ástæðan væri. Eftir það hafi yfirvöld sagst ætla að aka honum á hótel en þess í stað hafi honum verið ekið á lögreglustöð þar sem hann hafi verið læstur inni. Þar hafi hann svo seti í um sjö klukkustundir. Sími hans hafi verið gerður upptækur og annað sem hann var með. Hann hafi ekki fengi neitt, utan einn kaffibolla, allan þann tíma sem hann var í haldi. Abraham segist aðeins hafa náð sambandi við vin sinn og bróður en ekki hitt neinn úr fjölskyldu sinni, ekki einu sinni fengið að hitta veikan föður. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Yfirvöld í Ísrael stimpluðu í vegabréf Abrahams og íslenska utanríkisráðuneytið kannar nú hvort í því hafi falist ógilding. Fréttir Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Sjá meira
Utanríkisráðuneytið kannar hvort ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðalög í meðförum sínum á vegabréfi Abrahams Shwaikis, sem var handtekinn við komuna til Ísraels í fyrrinótt. Abraham kom heim til Íslands í gærkvöldi, eftir tæplega tveggja sólarhringa ferðalag, en honum var meinað að hitta veikan föður sinn og fjölskyldumeðlimi í Ísrael. Það var klukkan fjögur í fyrri nótt sem Abraham lenti á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv en hann var kominn til Ísraels til að heimsækja veikan föður sinn og aðra í fjölskyldunni. Abraham, sem áður hét Ibrahim, hefur búið á Íslandi frá árinu 1990 og er íslenskur ríkisborgari. Hann var í viðtali á fréttavakt NFS í morgun. Þar sagðist hann ekki hafa átt von á þessum viðbrögðum, ef til vill að þurfa að svara spurningum í eina til tvær klukkustundir. Hann hafi áður ferðast til Ísraels með sama vegabréfið árið 2004 og þá hafi ferð hans gengið greiðlega. Í gær hafi hann verði færður í herbergi á flugvellinum og fengið að sitja þar í þrjár klukkustundir án þess að vita hver ástæðan væri. Eftir það hafi yfirvöld sagst ætla að aka honum á hótel en þess í stað hafi honum verið ekið á lögreglustöð þar sem hann hafi verið læstur inni. Þar hafi hann svo seti í um sjö klukkustundir. Sími hans hafi verið gerður upptækur og annað sem hann var með. Hann hafi ekki fengi neitt, utan einn kaffibolla, allan þann tíma sem hann var í haldi. Abraham segist aðeins hafa náð sambandi við vin sinn og bróður en ekki hitt neinn úr fjölskyldu sinni, ekki einu sinni fengið að hitta veikan föður. Aðspurður sagðist Abraham ekki ætla að breyta skráðum fæðingarstað í vegabréfi sínu. Yfirvöld í Ísrael stimpluðu í vegabréf Abrahams og íslenska utanríkisráðuneytið kannar nú hvort í því hafi falist ógilding.
Fréttir Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Sjá meira