Hefur mikla trú á Roy Keane sem stjóra 25. ágúst 2006 16:02 Sir Alex Ferguson hefur miklar mætur á fyrrum fyrirliða Manchester United og hefur fulla trú á honum sem knattspyrnustjóra NordicPhotos/GettyImages Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist hafa mikla trú á Roy Keane sem knattspyrnustjóra, en talið er víst að Keane muni taka við stjórnartaumunum hjá 1. deildarliði Sunderland um helgina. Keane var fyrirliði og lykilmaður Manchester United í 12 ár undir stjórn Ferguson. "Þessi tíðindi koma kannski öllu fyrr en ég átti von á," sagði Ferguson í samtali við Sky sjónvarpsstöðina. "En í knattspyrnuheiminum er það oft þannig að ef maður stekkur ekki á tækifærin strax, er óvíst að þau komi yfir höfuð. Roy gæti verið með það efst í huga ef hann ætlar sér að taka við Sunderland - það er ekki gott að vera lengi frá leiknum í einu og ég fékk þau skilaboð sjálfur þegar ég hætti að spila," sagði Ferguson og bætti við að sér litist nokkuð vel á Sunderland sem félag fyrir Keane. "Sunderland er stór klúbbur með merka sögu, góða stuðningsmenn og fínan völl, svo mér sýnist allt vera jákvætt við þetta. Það verður hinsvegar ekki auðvelt fyrir hann að gerast knattspyrnustjóri, því það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara. Það er ekki auðvelt að fá vinnu sem stjóri í dag og hlutirnir eru að breytast mikið. Leikmannamálin verða sí erfiðari, samningar, fjölmiðlar og annað slíkt er orðið tímafrekt," sagði Ferguson og skoraði á Keane að fá Brian Kidd sér til aðstoðar í starfinu ef hann tekur við Sunderland. "Keane þekkir Brian frá því þeir störfuðu saman hjá Manchester United og ég hugsa að flestir myndu reyna að fá sér aðstoðarmann sem þeir þekkja vel," sagði Ferguson. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist hafa mikla trú á Roy Keane sem knattspyrnustjóra, en talið er víst að Keane muni taka við stjórnartaumunum hjá 1. deildarliði Sunderland um helgina. Keane var fyrirliði og lykilmaður Manchester United í 12 ár undir stjórn Ferguson. "Þessi tíðindi koma kannski öllu fyrr en ég átti von á," sagði Ferguson í samtali við Sky sjónvarpsstöðina. "En í knattspyrnuheiminum er það oft þannig að ef maður stekkur ekki á tækifærin strax, er óvíst að þau komi yfir höfuð. Roy gæti verið með það efst í huga ef hann ætlar sér að taka við Sunderland - það er ekki gott að vera lengi frá leiknum í einu og ég fékk þau skilaboð sjálfur þegar ég hætti að spila," sagði Ferguson og bætti við að sér litist nokkuð vel á Sunderland sem félag fyrir Keane. "Sunderland er stór klúbbur með merka sögu, góða stuðningsmenn og fínan völl, svo mér sýnist allt vera jákvætt við þetta. Það verður hinsvegar ekki auðvelt fyrir hann að gerast knattspyrnustjóri, því það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara. Það er ekki auðvelt að fá vinnu sem stjóri í dag og hlutirnir eru að breytast mikið. Leikmannamálin verða sí erfiðari, samningar, fjölmiðlar og annað slíkt er orðið tímafrekt," sagði Ferguson og skoraði á Keane að fá Brian Kidd sér til aðstoðar í starfinu ef hann tekur við Sunderland. "Keane þekkir Brian frá því þeir störfuðu saman hjá Manchester United og ég hugsa að flestir myndu reyna að fá sér aðstoðarmann sem þeir þekkja vel," sagði Ferguson.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira