Landlæknir á leið til Malaví 25. ágúst 2006 22:54 Sigurður Guðmundsson, landlæknir. Hjónin Sigurður Guðmundsson landlæknir og Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, leggja í ferð til Afríkuríkisins Malaví á næstu vikum til að stýra uppbyggingu heilbrigðisþjónustu þar í landi. Landlæknir segir hjálpar þörf enda ungbarnadauði mikill í landinu og fæstir Malavar lifi fram yfir 36 ára afmælisdag sinn. Þau Sigurður og Sigríður halda til hjálparstarfa í Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í október. Áætlan er að þau dvelji þar í eitt ár. Stofnunin hefur veitt fé og tæknilega aðstoð við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Monkey Bay svæðinu í Malaví síðan árið 2000. Sigurður og Sigríður munu taka að sér verkefnastjórn á svæðinu. Sigurður segir verkefnið þríþætt og unnið í samvinnu við malavísk stjórnvöld og heilbrigðisstarfsfólk. Í fyrsta lagi munu þau sjá um uppbyggingu heilsugæslu og sjúkrahúss, einnig tryggja fræðslu sem verði eftir í landi og áframhaldandi rannsóknarvinnu og rannsóknarsamstarf Íslands og Malaví. Sigurður segir vandamáli sem heilbrigðisstarfsmenn í Malaví standi frammi fyrir langt frá þeim vandamálum sem sé að glíma við á Íslandi í dag. Í Malaví verði krabbamein eða kransæðastífla ekki nokkrum að aldurtila því meðalaldurinn sé 36 ár hjá bæði konum og körlum. Algengustu dánarorsakir séu kólera og aðrar niðurgangspestir, alnæmi, malaría, vannæring og lungnabólga. Sigurður segir ungbarnadauða mikinn, hundrað börn af hverjum þúsund lifandi fæddum deyji sem sé þrjátíu til fjörutíu sinnum hærra hlutfall en hér á landi. Sigurðu segir þau hjónin þegar hafa verið búin að ákveða að taka árs námsleyfi í Bandaríkjunum. Ferð þeirra til Malaví, Sambíu og Úganda fyrr á þessu ári hafi hins vegar breytt því. Þau hafi orðið fyrir miklum áhrif og ákveðið að slá til. Annað hefði ekki komið til greina. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir ráðuneyti sitt koma að málinu að þvi leyti að Sigurður og Sigríður starfi á vegum þess. Ráðuneytið hafi ákveðið að veita þeim leyfi til starfans í eitt ár. Fréttir Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Fara fram á Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Sjá meira
Hjónin Sigurður Guðmundsson landlæknir og Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, leggja í ferð til Afríkuríkisins Malaví á næstu vikum til að stýra uppbyggingu heilbrigðisþjónustu þar í landi. Landlæknir segir hjálpar þörf enda ungbarnadauði mikill í landinu og fæstir Malavar lifi fram yfir 36 ára afmælisdag sinn. Þau Sigurður og Sigríður halda til hjálparstarfa í Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í október. Áætlan er að þau dvelji þar í eitt ár. Stofnunin hefur veitt fé og tæknilega aðstoð við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Monkey Bay svæðinu í Malaví síðan árið 2000. Sigurður og Sigríður munu taka að sér verkefnastjórn á svæðinu. Sigurður segir verkefnið þríþætt og unnið í samvinnu við malavísk stjórnvöld og heilbrigðisstarfsfólk. Í fyrsta lagi munu þau sjá um uppbyggingu heilsugæslu og sjúkrahúss, einnig tryggja fræðslu sem verði eftir í landi og áframhaldandi rannsóknarvinnu og rannsóknarsamstarf Íslands og Malaví. Sigurður segir vandamáli sem heilbrigðisstarfsmenn í Malaví standi frammi fyrir langt frá þeim vandamálum sem sé að glíma við á Íslandi í dag. Í Malaví verði krabbamein eða kransæðastífla ekki nokkrum að aldurtila því meðalaldurinn sé 36 ár hjá bæði konum og körlum. Algengustu dánarorsakir séu kólera og aðrar niðurgangspestir, alnæmi, malaría, vannæring og lungnabólga. Sigurður segir ungbarnadauða mikinn, hundrað börn af hverjum þúsund lifandi fæddum deyji sem sé þrjátíu til fjörutíu sinnum hærra hlutfall en hér á landi. Sigurðu segir þau hjónin þegar hafa verið búin að ákveða að taka árs námsleyfi í Bandaríkjunum. Ferð þeirra til Malaví, Sambíu og Úganda fyrr á þessu ári hafi hins vegar breytt því. Þau hafi orðið fyrir miklum áhrif og ákveðið að slá til. Annað hefði ekki komið til greina. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir ráðuneyti sitt koma að málinu að þvi leyti að Sigurður og Sigríður starfi á vegum þess. Ráðuneytið hafi ákveðið að veita þeim leyfi til starfans í eitt ár.
Fréttir Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Fara fram á Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Sjá meira