
Fótbolti
Genginn í raðir Atalanta

Ítalski framherjinn Christian Vieri hefur gengið frá samningi við lið Atalanta í A-deildinni. Vieri var síðast á mála hjá Sampdoria, en hefur lítið geta spilað undanfarið vegna hnémeiðsla. Hjá Atalanta fær þessi 33 ára gamli fyrrum dýrasti leikmaður heims nokkuð sérstakan samning, því hann spilar fyrir aðeins 1500 evrur á mánuði og fær svo greitt sérstaklega fyrir spilaða leiki og mörk sem hann skorar.