Við getum staðið í hvaða liði sem er 31. ágúst 2006 20:35 Alan Pardew hafði góða ástæðu til að brosa breitt í dag NordicPhotos/GettyImages Alan Pardew var skiljanlega í skýjunum í dag eftir að West Ham landaði óvænt tveimur ungum stórlöxum úr argentínska landsliðinu fyrir lokun félagaskiptagluggans. Pardew telur að með tilkomu þeirra Carlos Tevez og Javier Mascherano geti West Ham velgt hvaða liði sem er á Englandi eða Evrópu undir uggum. "Þetta er frábær dagur fyrir West Ham. Ekki aðeins er ég spenntur yfir þessum tíðindum, heldur einnig leikmenn og stuðningsmenn liðsins og ég held að nú séum við að verða komnir með lið sem getur keppt við þau bestu á Englandi og í Evrópu. Ég er þegar búinn að hitta leikmennina og ég þurfti ekkert að selja þeim West Ham - þeir þekkja liðið frá sjónvarpsútsendingum í Suður Ameríku og þeim líst mjög vel á þá hluti sem liðið gerði á síðustu leiktíð og leikstíll okkar leggst vel í þá. Ég sá Tevez spila gegn Serbíu á HM þar sem hann kom inn sem varamaður og þessi drengur hefur ótrúlega hæfileika. Ég veit að stuðningsmenn West Ham munu taka honum opnum örmum, því hann er leikmaður í anda Paolo Di Canio sem heillar fólk upp úr skónum með tilþrifum sínum og skapgerð. Mascherano er öðruvísi leikmaður, hann getur stjórnað spili okkar og er mjög útsjónarsamur - sem er nokkuð sem okkur vantaði sárlega á síðustu leiktíð. Ég hef þegar fengið nokkur símtöl frá leikmönnum mínum sem geta ekki beðið eftir að mæta á æfingu eftir helgina og ég veit að það ríkir mikil eftirvænting hjá félaginu vegna komu nýju leikmannana," sagði Pardew. Í kjölfar þessara óvæntu tíðinda í dag fóru strax af stað samsæriskenningar á Englandi, þar sem menn leiddu líkum að því að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætti þátt í kaupum West Ham á Argentínumönnunum tveimur sem metnir voru á stjarnfræðilegar upphæðir. Það var fyrirtækið Media Sports Investment sem átti réttinn á leikmönnunum og menn settu spurningmerki við þá staðreynd að West Ham virtist hafa bolmagn til að kaupa jafn dýra leikmenn. Því hefur verið haldið fram að kaup West Ham á leikmönnunum væru í raun aðeins lánssamningur og að Roman Abramovich hefði átt þar hlut að máli - hann væri einn hlutafjáreigenda í fyrirtækinu. Þessu hafa forráðamenn West Ham vísað á bug og þvertaka fyrir að Abramovich eigi hlut í fyrirtækinu, eða komi þarna nokkuð að máli. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Alan Pardew var skiljanlega í skýjunum í dag eftir að West Ham landaði óvænt tveimur ungum stórlöxum úr argentínska landsliðinu fyrir lokun félagaskiptagluggans. Pardew telur að með tilkomu þeirra Carlos Tevez og Javier Mascherano geti West Ham velgt hvaða liði sem er á Englandi eða Evrópu undir uggum. "Þetta er frábær dagur fyrir West Ham. Ekki aðeins er ég spenntur yfir þessum tíðindum, heldur einnig leikmenn og stuðningsmenn liðsins og ég held að nú séum við að verða komnir með lið sem getur keppt við þau bestu á Englandi og í Evrópu. Ég er þegar búinn að hitta leikmennina og ég þurfti ekkert að selja þeim West Ham - þeir þekkja liðið frá sjónvarpsútsendingum í Suður Ameríku og þeim líst mjög vel á þá hluti sem liðið gerði á síðustu leiktíð og leikstíll okkar leggst vel í þá. Ég sá Tevez spila gegn Serbíu á HM þar sem hann kom inn sem varamaður og þessi drengur hefur ótrúlega hæfileika. Ég veit að stuðningsmenn West Ham munu taka honum opnum örmum, því hann er leikmaður í anda Paolo Di Canio sem heillar fólk upp úr skónum með tilþrifum sínum og skapgerð. Mascherano er öðruvísi leikmaður, hann getur stjórnað spili okkar og er mjög útsjónarsamur - sem er nokkuð sem okkur vantaði sárlega á síðustu leiktíð. Ég hef þegar fengið nokkur símtöl frá leikmönnum mínum sem geta ekki beðið eftir að mæta á æfingu eftir helgina og ég veit að það ríkir mikil eftirvænting hjá félaginu vegna komu nýju leikmannana," sagði Pardew. Í kjölfar þessara óvæntu tíðinda í dag fóru strax af stað samsæriskenningar á Englandi, þar sem menn leiddu líkum að því að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætti þátt í kaupum West Ham á Argentínumönnunum tveimur sem metnir voru á stjarnfræðilegar upphæðir. Það var fyrirtækið Media Sports Investment sem átti réttinn á leikmönnunum og menn settu spurningmerki við þá staðreynd að West Ham virtist hafa bolmagn til að kaupa jafn dýra leikmenn. Því hefur verið haldið fram að kaup West Ham á leikmönnunum væru í raun aðeins lánssamningur og að Roman Abramovich hefði átt þar hlut að máli - hann væri einn hlutafjáreigenda í fyrirtækinu. Þessu hafa forráðamenn West Ham vísað á bug og þvertaka fyrir að Abramovich eigi hlut í fyrirtækinu, eða komi þarna nokkuð að máli.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira