Kynferðisbrotamál klúðruðust vegna tregðu við að nota Barnahús 10. september 2006 19:07 Forstjóri Barnaverndarstofu segir að tvö nýleg mál sem vörðuðu kynferðisofbeldi gegn börnum hafi klúðrast vegna tregðu dómara við að nota Barnahús. Hann vill að allar skýrslur af börnum séu teknar í Barnahúsi, en segist tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var gestur Kristins Hrafnssonar í þættinum Pressan á NFS í dag. Þar ræddi hann meðal annars starfsemi Barnahúss en það hefur sinnt málefnum barna, sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi, frá árinu 1998. Í máli Braga kom fram að nýting Barnahúss við skýrslutöku á börnum sé algjörlega óásættanleg. Ófullnægjandi skýrslutaka af börnum, sem grunur lék á að hefðu verið misnotuð kynferðislega, hefði leitt til sýknu í að minnsta kosti hluta ákæruliða í tveimur tilvikum hið minnsta. Héraðsdómur Reykjavíkur átti í hlut í báðum tilvikunum sem Bragi nefnir og segir hann að dómstóllinn hafi brugðist við þessu með því að senda lögreglumenn á námskeið erlendis til að læra tækni við skýrslutöku á börnum. Bragi segist vissulega fagna aukinni þekkingu á þeim málum, en það að lögreglumennirnir hafi verið sendir á námskeiðið sé staðfesting á því að það sé engin fyrirætlan af hálfu dómstólsins að breyta hagan mála. Það sé ofar hans skilningi hvers vegna ekki sé vilji til að nýta þekkingu starfsfólks Barnahúss sem tekið hafi skýrslu af u.þ.b. 1200 börnum á síðustu átta árum. Bragi segist furða sig enn frekar á þessu í ljósi þess að Barnahús hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar og erlendir aðilar koma hingað til lands í stórum stíl til að læra af starfsfólki þess. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Forstjóri Barnaverndarstofu segir að tvö nýleg mál sem vörðuðu kynferðisofbeldi gegn börnum hafi klúðrast vegna tregðu dómara við að nota Barnahús. Hann vill að allar skýrslur af börnum séu teknar í Barnahúsi, en segist tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var gestur Kristins Hrafnssonar í þættinum Pressan á NFS í dag. Þar ræddi hann meðal annars starfsemi Barnahúss en það hefur sinnt málefnum barna, sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi, frá árinu 1998. Í máli Braga kom fram að nýting Barnahúss við skýrslutöku á börnum sé algjörlega óásættanleg. Ófullnægjandi skýrslutaka af börnum, sem grunur lék á að hefðu verið misnotuð kynferðislega, hefði leitt til sýknu í að minnsta kosti hluta ákæruliða í tveimur tilvikum hið minnsta. Héraðsdómur Reykjavíkur átti í hlut í báðum tilvikunum sem Bragi nefnir og segir hann að dómstóllinn hafi brugðist við þessu með því að senda lögreglumenn á námskeið erlendis til að læra tækni við skýrslutöku á börnum. Bragi segist vissulega fagna aukinni þekkingu á þeim málum, en það að lögreglumennirnir hafi verið sendir á námskeiðið sé staðfesting á því að það sé engin fyrirætlan af hálfu dómstólsins að breyta hagan mála. Það sé ofar hans skilningi hvers vegna ekki sé vilji til að nýta þekkingu starfsfólks Barnahúss sem tekið hafi skýrslu af u.þ.b. 1200 börnum á síðustu átta árum. Bragi segist furða sig enn frekar á þessu í ljósi þess að Barnahús hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar og erlendir aðilar koma hingað til lands í stórum stíl til að læra af starfsfólki þess.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira