Kynferðisbrotamál klúðruðust vegna tregðu við að nota Barnahús 10. september 2006 19:07 Forstjóri Barnaverndarstofu segir að tvö nýleg mál sem vörðuðu kynferðisofbeldi gegn börnum hafi klúðrast vegna tregðu dómara við að nota Barnahús. Hann vill að allar skýrslur af börnum séu teknar í Barnahúsi, en segist tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var gestur Kristins Hrafnssonar í þættinum Pressan á NFS í dag. Þar ræddi hann meðal annars starfsemi Barnahúss en það hefur sinnt málefnum barna, sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi, frá árinu 1998. Í máli Braga kom fram að nýting Barnahúss við skýrslutöku á börnum sé algjörlega óásættanleg. Ófullnægjandi skýrslutaka af börnum, sem grunur lék á að hefðu verið misnotuð kynferðislega, hefði leitt til sýknu í að minnsta kosti hluta ákæruliða í tveimur tilvikum hið minnsta. Héraðsdómur Reykjavíkur átti í hlut í báðum tilvikunum sem Bragi nefnir og segir hann að dómstóllinn hafi brugðist við þessu með því að senda lögreglumenn á námskeið erlendis til að læra tækni við skýrslutöku á börnum. Bragi segist vissulega fagna aukinni þekkingu á þeim málum, en það að lögreglumennirnir hafi verið sendir á námskeiðið sé staðfesting á því að það sé engin fyrirætlan af hálfu dómstólsins að breyta hagan mála. Það sé ofar hans skilningi hvers vegna ekki sé vilji til að nýta þekkingu starfsfólks Barnahúss sem tekið hafi skýrslu af u.þ.b. 1200 börnum á síðustu átta árum. Bragi segist furða sig enn frekar á þessu í ljósi þess að Barnahús hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar og erlendir aðilar koma hingað til lands í stórum stíl til að læra af starfsfólki þess. Fréttir Innlent Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Sjá meira
Forstjóri Barnaverndarstofu segir að tvö nýleg mál sem vörðuðu kynferðisofbeldi gegn börnum hafi klúðrast vegna tregðu dómara við að nota Barnahús. Hann vill að allar skýrslur af börnum séu teknar í Barnahúsi, en segist tala fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var gestur Kristins Hrafnssonar í þættinum Pressan á NFS í dag. Þar ræddi hann meðal annars starfsemi Barnahúss en það hefur sinnt málefnum barna, sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi, frá árinu 1998. Í máli Braga kom fram að nýting Barnahúss við skýrslutöku á börnum sé algjörlega óásættanleg. Ófullnægjandi skýrslutaka af börnum, sem grunur lék á að hefðu verið misnotuð kynferðislega, hefði leitt til sýknu í að minnsta kosti hluta ákæruliða í tveimur tilvikum hið minnsta. Héraðsdómur Reykjavíkur átti í hlut í báðum tilvikunum sem Bragi nefnir og segir hann að dómstóllinn hafi brugðist við þessu með því að senda lögreglumenn á námskeið erlendis til að læra tækni við skýrslutöku á börnum. Bragi segist vissulega fagna aukinni þekkingu á þeim málum, en það að lögreglumennirnir hafi verið sendir á námskeiðið sé staðfesting á því að það sé engin fyrirætlan af hálfu dómstólsins að breyta hagan mála. Það sé ofar hans skilningi hvers vegna ekki sé vilji til að nýta þekkingu starfsfólks Barnahúss sem tekið hafi skýrslu af u.þ.b. 1200 börnum á síðustu átta árum. Bragi segist furða sig enn frekar á þessu í ljósi þess að Barnahús hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar og erlendir aðilar koma hingað til lands í stórum stíl til að læra af starfsfólki þess.
Fréttir Innlent Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Sjá meira