Fjölmargir leikir fóru fram í norsku og hollensku úrvalsdeildunum í fótbolta í kvöld. Öll Íslendingaliðin unnu góða sigra í sínum leikjum.
Marel Baldvinsson lék sinn fyrsta leik með Molde þegar það sigraði Viking 3-1. Marel var í byrjunarliðinu en var skipt útaf þegar rúmur hálftími var eftir. Árni Gautur Arason spilaði allan leikinn í marki Valeranga þegar það bar sigurorð af Fredrikstad 5-1 og þá sigraði Lyn, með þá Stefán Gíslason og Indriða Sigurðsson innanborðs, Tromsö á útivelli, 2-1.
Grétar Rafn Steinsson kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar lið hans AZ Alkmaar sigraði Nijmegen í Hollandi. Jóhannes Karl Guðjónsson spilaði ekki fyrir AZ.