Hreindýraleiðsögumaður sýknaður í Héraðsdómi Austurlands 12. september 2006 22:07 Mynd/BB Hreindýraleiðsögumaður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum. Hreindýraleiðsögumaðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið fjórhjóli utan vega til að ná í hreindýrstarf sem hann felldi í júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafði farið í félagið við annan mann á veiðar og fellt tarf sem var 140 kíló. Mennirnir töldu ógerlegt að flytja svo stóran tarf án þess að hluta hann niður og notast við fjórhjól hluta leiðarinnar sem þeir og gerðu. Hreindýraveiðar eru öllu jafnan stundaðar utan alfaraleiðar og því þurfa veiðimenn oft að fara langan veg með bráð sína. Mikilvægt er að kjötið sé sett í kælingu eins fljótt og auðið er svo gæði þess minnki ekki. Því skiptir máli að komast sem fyrst með bráðina af fjalli. Dómurinn féllst á þau rök leiðsögumannsins að fjórhjólið hafi ekki verið notað við veiðar, heldur eftir að þeim lauk. Því hafi hann ekki brotið lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum þegar hann flutti bráð sína til byggða á fjórhjóli, því í lögunum er ekkert tekið fram um það, að undir hugtakið veiðar skuli einnig falla sú háttsemi að sækja fellda bráð og flytja hana til byggða. Af dómnum má því ætla að hreindýraveiðimönnum sé framvegis heimilt að nota fjórhjól til að ferja bráð sína til byggða, nema til lagabreytinga komi. Fréttir Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Hreindýraleiðsögumaður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum. Hreindýraleiðsögumaðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið fjórhjóli utan vega til að ná í hreindýrstarf sem hann felldi í júlí á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafði farið í félagið við annan mann á veiðar og fellt tarf sem var 140 kíló. Mennirnir töldu ógerlegt að flytja svo stóran tarf án þess að hluta hann niður og notast við fjórhjól hluta leiðarinnar sem þeir og gerðu. Hreindýraveiðar eru öllu jafnan stundaðar utan alfaraleiðar og því þurfa veiðimenn oft að fara langan veg með bráð sína. Mikilvægt er að kjötið sé sett í kælingu eins fljótt og auðið er svo gæði þess minnki ekki. Því skiptir máli að komast sem fyrst með bráðina af fjalli. Dómurinn féllst á þau rök leiðsögumannsins að fjórhjólið hafi ekki verið notað við veiðar, heldur eftir að þeim lauk. Því hafi hann ekki brotið lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum þegar hann flutti bráð sína til byggða á fjórhjóli, því í lögunum er ekkert tekið fram um það, að undir hugtakið veiðar skuli einnig falla sú háttsemi að sækja fellda bráð og flytja hana til byggða. Af dómnum má því ætla að hreindýraveiðimönnum sé framvegis heimilt að nota fjórhjól til að ferja bráð sína til byggða, nema til lagabreytinga komi.
Fréttir Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira