Svo gæti farið að bæði Thierry Henry og Robin Van Persie yrðu frá vegna meiðsla á sunnudaginn þegar lið þeirra Arsenal mætir Manchester United í sannkölluðum risaslag í ensku úrvalsdeildinni.
Varnarmaðurinn Kolo Toure þurfti að fara meiddur af velli í Evrópuleiknum við Hamburg í gær, en Arsene Wenger segir að hann verði klár í slaginn á sunnudag. Hann er þó ekki jafn bjartsýnn á heilsufar framherja sinna.
"Kolo Toure verður með á sunnudaginn, það er ljóst. Henry og Robin van Persie eru hinsvegar ekki jafn góðir og það kemur ekki í ljós fyrr en nær dregur hvort þeir verða nógu góðir til að spila. Robin er meiddur á mjöðm eftir leikinn gegn Hamburg og ég er satt best að segja ekkert viss um að hann nái sér í tæka tíð," sagði Wenger.