Sautján ára drengur liggur liggur þungt haldinn á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi eftir bílveltu við bæinn Skipholt nálægt Flúðum síðastliðna nótt. Drengurinn kastaðist út úr bíl sínum og hlaut mikla höfuðáverka. Hann er í öndunarvél og er honum haldið sofandi. Tvær stúlkur, sem einnig voru í bílnum hlutu minniháttar áverka en þau voru öll flutt á slysadeild Landspítalans í nótt. Ekki er ljóst um tildrög slyssins en lögreglan á Selfossi vinnur að rannsókn málsins.
Liggur þungt haldinn á gjörgæslu eftir bílveltu
