Gudrun Schyman forystukona sænska kvennaframboðsins fer með fleipur þegar hún fullyrðir að framboð þeirra sé fyrsta feminíska kvennaframboðið í heiminum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ein af frumkvöðlum íslenska kvennaframboðsins, segir að Gudrun viti betur, enda hafi hún komið hingað til lands fyrir tveimur árum og kynnst frumkvöðlastarfi íslenskra kvennalistakvenna.
