Ekki ólíklegt að Katrín Jakobsdóttir fari fram 19. september 2006 16:50 Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna MYND/GVA Varaformaður Vinstri grænna segir ekki ólíklegt að hún fari fram í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir þinkosningarnar næsta vor. Bæði Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir ætla að bjóða sig fram. Vinstri grænir í Reykjavík halda í kvöld fund þar sem afgreidd verður tillaga um fyrirkomulag á forvali fyrir komandi alþingiskosningar. Tillagan gerir ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi þann 11. nóvember næstkomandi. Að sögn Drífu Snædal, framkvæmdastýru vinstri grænna, hefur tillagan verið kynnt á félagsfundum í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu, en í kvöld taka félagsmenn í Reykjavík endanlega afstöðu til hennar. Ekki liggur fyrir hvenær vinstri grænir í Suðvesturkjördæmi gera slíkt hið sama. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, sagði í samtali við NFS síðdegis í dag að ekki sé ólíklegt að hún fari fram í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hún hyggst þó bíða með allar opinberar yfirlýsingar þar til það liggur fyrir hvort sameiginlegt forval fari fram í Reykjvavíkurkjördæmunum tveimur. Katrín segir að ef hún bjóði sig fram muni hún sækjast eftir einu af efstu sætunum. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sem skipaði 1. sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar, sagðist í samtali við fréttastofuna í dag að hún hyggist bjóða sig fram í forvalinu. Sömu sögu er að segja af Ögmundi Jónassyni, þingflokksformanni VG, en hann skipaði 1. sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum fyrir rúmum þremur árum. Atli Gíslason, varaþingmaður Vinstri grænna, hefur verið orðaður við framboð en hann vildi ekki staðfesta það í samtali við NFS í dag. Hann telur það þó líklegt, en óvíst þá í hvaða kjördæmi. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segist ekki vera á leiðinni í framboð. Þá hafa verið vangaveltur um hvort Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi hyggist freista þess að komast inn á þing en ekki náðist í Árna í dag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Varaformaður Vinstri grænna segir ekki ólíklegt að hún fari fram í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir þinkosningarnar næsta vor. Bæði Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir ætla að bjóða sig fram. Vinstri grænir í Reykjavík halda í kvöld fund þar sem afgreidd verður tillaga um fyrirkomulag á forvali fyrir komandi alþingiskosningar. Tillagan gerir ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi þann 11. nóvember næstkomandi. Að sögn Drífu Snædal, framkvæmdastýru vinstri grænna, hefur tillagan verið kynnt á félagsfundum í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu, en í kvöld taka félagsmenn í Reykjavík endanlega afstöðu til hennar. Ekki liggur fyrir hvenær vinstri grænir í Suðvesturkjördæmi gera slíkt hið sama. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, sagði í samtali við NFS síðdegis í dag að ekki sé ólíklegt að hún fari fram í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hún hyggst þó bíða með allar opinberar yfirlýsingar þar til það liggur fyrir hvort sameiginlegt forval fari fram í Reykjvavíkurkjördæmunum tveimur. Katrín segir að ef hún bjóði sig fram muni hún sækjast eftir einu af efstu sætunum. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sem skipaði 1. sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar, sagðist í samtali við fréttastofuna í dag að hún hyggist bjóða sig fram í forvalinu. Sömu sögu er að segja af Ögmundi Jónassyni, þingflokksformanni VG, en hann skipaði 1. sæti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum fyrir rúmum þremur árum. Atli Gíslason, varaþingmaður Vinstri grænna, hefur verið orðaður við framboð en hann vildi ekki staðfesta það í samtali við NFS í dag. Hann telur það þó líklegt, en óvíst þá í hvaða kjördæmi. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segist ekki vera á leiðinni í framboð. Þá hafa verið vangaveltur um hvort Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi hyggist freista þess að komast inn á þing en ekki náðist í Árna í dag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira