Óskað eftir áliti dómsmálaráðuneytis 21. september 2006 19:34 Kærunefnd upplýsingamála hefur beðið dómsmálaráðuneytið um álit á því hvort gögn um símhleranir, sem Þjóðskjalasafnið neitar að veita aðgang að, varði virka öryggishagsmuni ríkisins. Ráðuneytið hefur frest fram á miðvikudag til að svara. NFS krafðist á grundvelli upplýsingalaga aðgangs að hinum umdeildu gögnum, sem dómsmálaráðuneytið afhenti Þjóðskjalasafninu, og varða símhleranir hjá fjölda manna, þar á meðal hjá alþingismönnum, í kalda stríðinu. Þjóðskjalasafnið neitaði að afhenda NFS gögnin á þeirri forsendu að upplýsingalög nái ekki yfir dómsmál. Synjun Þjóðskjalasafnsins var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem hefur tekið málið til meðferðar. Til að leggja dóm á hvort synjunin sé á rökum reist hefur úrskurðarnefndin fengið 18 skjöl afhent úr Þjóðskjalasafninu og í framhaldi af því sent dóms- og kirkjumálaráðuneytinu bréf. Í því er spurt hvort skjölin hafi verið varðveitt saman í einu lagi í skjalasafni ráðuneytisins áður en þau voru afhent Þjóðskjalasafninu, hvort þau geymi upplýsingar sem þagnarskylda ríkir um vegna skuldbindinga íslenska ríkisins samkvæmt þjóðarrétti og hvort lög um þagnarskyldu girði fyrir aðgang að skjölunum - en í því sambandi er sérstaklega farið fram á upplýsingar um hvort skjölin geymi upplýsingar um virka öryggishagsmuni ríkisins. Úrskurðarnefndin vegur svo og metur hvort lög um aðgang að gögnum og skjölum í vörslu hins opinbera nái yfir þessi skjöl um símhleranir og hvort í gildi séu undanþágur sem takmarka aðgang að þeim. Á sama tíma lýsa sagnfræðingar furðu sinni á að Guðni Thorlacíus Jóhannesson sagnfræðingur hafi fengið aðgang að skjölunum en ekki Kjartan Ólafsson - en telja má líklegt að hann, fyrrverandi þingmaður og framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, sé einn þeirra sem þurfti að sæta símhlerunum. Fréttir Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Kærunefnd upplýsingamála hefur beðið dómsmálaráðuneytið um álit á því hvort gögn um símhleranir, sem Þjóðskjalasafnið neitar að veita aðgang að, varði virka öryggishagsmuni ríkisins. Ráðuneytið hefur frest fram á miðvikudag til að svara. NFS krafðist á grundvelli upplýsingalaga aðgangs að hinum umdeildu gögnum, sem dómsmálaráðuneytið afhenti Þjóðskjalasafninu, og varða símhleranir hjá fjölda manna, þar á meðal hjá alþingismönnum, í kalda stríðinu. Þjóðskjalasafnið neitaði að afhenda NFS gögnin á þeirri forsendu að upplýsingalög nái ekki yfir dómsmál. Synjun Þjóðskjalasafnsins var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem hefur tekið málið til meðferðar. Til að leggja dóm á hvort synjunin sé á rökum reist hefur úrskurðarnefndin fengið 18 skjöl afhent úr Þjóðskjalasafninu og í framhaldi af því sent dóms- og kirkjumálaráðuneytinu bréf. Í því er spurt hvort skjölin hafi verið varðveitt saman í einu lagi í skjalasafni ráðuneytisins áður en þau voru afhent Þjóðskjalasafninu, hvort þau geymi upplýsingar sem þagnarskylda ríkir um vegna skuldbindinga íslenska ríkisins samkvæmt þjóðarrétti og hvort lög um þagnarskyldu girði fyrir aðgang að skjölunum - en í því sambandi er sérstaklega farið fram á upplýsingar um hvort skjölin geymi upplýsingar um virka öryggishagsmuni ríkisins. Úrskurðarnefndin vegur svo og metur hvort lög um aðgang að gögnum og skjölum í vörslu hins opinbera nái yfir þessi skjöl um símhleranir og hvort í gildi séu undanþágur sem takmarka aðgang að þeim. Á sama tíma lýsa sagnfræðingar furðu sinni á að Guðni Thorlacíus Jóhannesson sagnfræðingur hafi fengið aðgang að skjölunum en ekki Kjartan Ólafsson - en telja má líklegt að hann, fyrrverandi þingmaður og framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, sé einn þeirra sem þurfti að sæta símhlerunum.
Fréttir Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira