Óskað eftir áliti dómsmálaráðuneytis 21. september 2006 19:34 Kærunefnd upplýsingamála hefur beðið dómsmálaráðuneytið um álit á því hvort gögn um símhleranir, sem Þjóðskjalasafnið neitar að veita aðgang að, varði virka öryggishagsmuni ríkisins. Ráðuneytið hefur frest fram á miðvikudag til að svara. NFS krafðist á grundvelli upplýsingalaga aðgangs að hinum umdeildu gögnum, sem dómsmálaráðuneytið afhenti Þjóðskjalasafninu, og varða símhleranir hjá fjölda manna, þar á meðal hjá alþingismönnum, í kalda stríðinu. Þjóðskjalasafnið neitaði að afhenda NFS gögnin á þeirri forsendu að upplýsingalög nái ekki yfir dómsmál. Synjun Þjóðskjalasafnsins var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem hefur tekið málið til meðferðar. Til að leggja dóm á hvort synjunin sé á rökum reist hefur úrskurðarnefndin fengið 18 skjöl afhent úr Þjóðskjalasafninu og í framhaldi af því sent dóms- og kirkjumálaráðuneytinu bréf. Í því er spurt hvort skjölin hafi verið varðveitt saman í einu lagi í skjalasafni ráðuneytisins áður en þau voru afhent Þjóðskjalasafninu, hvort þau geymi upplýsingar sem þagnarskylda ríkir um vegna skuldbindinga íslenska ríkisins samkvæmt þjóðarrétti og hvort lög um þagnarskyldu girði fyrir aðgang að skjölunum - en í því sambandi er sérstaklega farið fram á upplýsingar um hvort skjölin geymi upplýsingar um virka öryggishagsmuni ríkisins. Úrskurðarnefndin vegur svo og metur hvort lög um aðgang að gögnum og skjölum í vörslu hins opinbera nái yfir þessi skjöl um símhleranir og hvort í gildi séu undanþágur sem takmarka aðgang að þeim. Á sama tíma lýsa sagnfræðingar furðu sinni á að Guðni Thorlacíus Jóhannesson sagnfræðingur hafi fengið aðgang að skjölunum en ekki Kjartan Ólafsson - en telja má líklegt að hann, fyrrverandi þingmaður og framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, sé einn þeirra sem þurfti að sæta símhlerunum. Fréttir Innlent Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Kærunefnd upplýsingamála hefur beðið dómsmálaráðuneytið um álit á því hvort gögn um símhleranir, sem Þjóðskjalasafnið neitar að veita aðgang að, varði virka öryggishagsmuni ríkisins. Ráðuneytið hefur frest fram á miðvikudag til að svara. NFS krafðist á grundvelli upplýsingalaga aðgangs að hinum umdeildu gögnum, sem dómsmálaráðuneytið afhenti Þjóðskjalasafninu, og varða símhleranir hjá fjölda manna, þar á meðal hjá alþingismönnum, í kalda stríðinu. Þjóðskjalasafnið neitaði að afhenda NFS gögnin á þeirri forsendu að upplýsingalög nái ekki yfir dómsmál. Synjun Þjóðskjalasafnsins var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem hefur tekið málið til meðferðar. Til að leggja dóm á hvort synjunin sé á rökum reist hefur úrskurðarnefndin fengið 18 skjöl afhent úr Þjóðskjalasafninu og í framhaldi af því sent dóms- og kirkjumálaráðuneytinu bréf. Í því er spurt hvort skjölin hafi verið varðveitt saman í einu lagi í skjalasafni ráðuneytisins áður en þau voru afhent Þjóðskjalasafninu, hvort þau geymi upplýsingar sem þagnarskylda ríkir um vegna skuldbindinga íslenska ríkisins samkvæmt þjóðarrétti og hvort lög um þagnarskyldu girði fyrir aðgang að skjölunum - en í því sambandi er sérstaklega farið fram á upplýsingar um hvort skjölin geymi upplýsingar um virka öryggishagsmuni ríkisins. Úrskurðarnefndin vegur svo og metur hvort lög um aðgang að gögnum og skjölum í vörslu hins opinbera nái yfir þessi skjöl um símhleranir og hvort í gildi séu undanþágur sem takmarka aðgang að þeim. Á sama tíma lýsa sagnfræðingar furðu sinni á að Guðni Thorlacíus Jóhannesson sagnfræðingur hafi fengið aðgang að skjölunum en ekki Kjartan Ólafsson - en telja má líklegt að hann, fyrrverandi þingmaður og framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, sé einn þeirra sem þurfti að sæta símhlerunum.
Fréttir Innlent Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira