Stenst ekki lög - jafnvel ekki stjórnarskrá 22. september 2006 12:30 Öryrkjabandalagið ætlar í mál við lífeyrissjóðina fjórtán, sem ákveðið hafa að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja, ef ákvörðuninni verður ekki breytt fyrir næstu mánaðamót. Formaður bandalagsins segir alveg ljóst að aðgerðin standist ekki lög, jafnvel ekki stjórnarskrá. Greiðslustofa lífeyrissjóðanna tilkynnti þann 1. ágúst síðastliðinn að niðurstaða heildarathugunar á tekjum örorkulífeyrisþega sýni að í sumum tilfellum séu heildartekjur lífeyrisþega umfram þau viðmiðunarmörk sem kveðið sé á um í samþykktum og reglum lífeyrissjóðanna. Þetta gerir það að verkum að lífeyrisgreiðslur 2300 örorkulífeyrisþega skerðast eða falla niður þann 1. nóvember. Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands fundaði um málið í gær, og segir Sigursteinn Másson, formaður bandalagsins, að niðurstaða fundarins sé afdráttarlaus. Ef ákvörðun lífeyrissjóðanna verður ekki breytt fyrir 1. október nk. verður sjóðunum stefnt fyir dómstóla. Sigursteinn segir reginvilluna í útreikningum lífeyrissjóðina vera þá að miða við neysluvísitölu í stað launavísitölu. Þetta séu allir hagfræðingar og tryggingastærðfræðingar, sem hafa tjáð sig um málið, sammála um. Einnig séu hlutir eins og dánarbætur, eingreiðslur og bensínstyrkir reiknaðir sem tekjur, sem ekki sé rétt að gera. „Við höfðum nú til verkalýðshreyfingarinnar og SA - til samvisku þeirra manna sem þarna eiga í hlut - að hverfa nú frá þessum aðgerðum gegn mörgu af fátækasta fólkinu í landinu," segir Sigursteinn. Fréttir Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Öryrkjabandalagið ætlar í mál við lífeyrissjóðina fjórtán, sem ákveðið hafa að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja, ef ákvörðuninni verður ekki breytt fyrir næstu mánaðamót. Formaður bandalagsins segir alveg ljóst að aðgerðin standist ekki lög, jafnvel ekki stjórnarskrá. Greiðslustofa lífeyrissjóðanna tilkynnti þann 1. ágúst síðastliðinn að niðurstaða heildarathugunar á tekjum örorkulífeyrisþega sýni að í sumum tilfellum séu heildartekjur lífeyrisþega umfram þau viðmiðunarmörk sem kveðið sé á um í samþykktum og reglum lífeyrissjóðanna. Þetta gerir það að verkum að lífeyrisgreiðslur 2300 örorkulífeyrisþega skerðast eða falla niður þann 1. nóvember. Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands fundaði um málið í gær, og segir Sigursteinn Másson, formaður bandalagsins, að niðurstaða fundarins sé afdráttarlaus. Ef ákvörðun lífeyrissjóðanna verður ekki breytt fyrir 1. október nk. verður sjóðunum stefnt fyir dómstóla. Sigursteinn segir reginvilluna í útreikningum lífeyrissjóðina vera þá að miða við neysluvísitölu í stað launavísitölu. Þetta séu allir hagfræðingar og tryggingastærðfræðingar, sem hafa tjáð sig um málið, sammála um. Einnig séu hlutir eins og dánarbætur, eingreiðslur og bensínstyrkir reiknaðir sem tekjur, sem ekki sé rétt að gera. „Við höfðum nú til verkalýðshreyfingarinnar og SA - til samvisku þeirra manna sem þarna eiga í hlut - að hverfa nú frá þessum aðgerðum gegn mörgu af fátækasta fólkinu í landinu," segir Sigursteinn.
Fréttir Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira