Öruggur sigur hjá Blackburn

Enska úrvalsdeildarliðið Blackburn vann í kvöld sannfærandi 2-0 sigur á Salzburg í Evrópukeppni félagsliða og tryggði sér sæti í riðlakeppninni með 4-2 sigri í einvíginu. Benni McCarthy og David Bentley skoruðu mörk Blackburn í leiknum og réðu heimamenn ferðinni frá upphafi til enda.