Scott Parker kominn aftur í hóp Englendinga 29. september 2006 17:00 Scott Parker er kominn aftur í enska landsliðshópinn, en hann á að baki aðeins tvo landsleiki, þann síðasta vorið 2004. NordicPhotos/GettyImages Steve McClaren hefur nú tilkynnt 24 manna hóp sinn sem mætir Makedónum og Króötum í eundankeppni EM í næsta mánuði og þar ber hæst að miðjumaðurinn Scott Parker fær aftur tækifæri með liðinu eftir meira en tveggja ára fjarveru. Þrátt fyrir að mikil meiðsli séu á meðal miðjumanna í landsliðshópnum, er þar ekkert pláss fyrir fyrrum fyrirliða enska liðsins David Beckham. Parker kemur inn í enska hópinn fyrir Owen Hargreaves sem er meiddur og þá kemur Wayne Rooney aftur inn í hópinn eftir leikbann - sem þýðir að Darren Bent snýr aftur í U-21 árs hópinn. Ledley King frá Tottenham kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa misst af síðustu 10 landsleikjum vegna meiðsla, en hann er valinn þrátt fyrir að vera meiddur á hné og missti af síðasta leik Lundúnaliðsins. Félagi hans Michael Dawson frá Tottenham og Luke Young frá Charlton detta báðir út úr hópnum. Gary Neville frá Manchester United og Jamie Carragher frá Liverpool snúa aftur í hóp McClaren eftir meiðsli, en þeir höfðu misst af síðustu tveimur leikjum. Joe Cole hjá Chelsea er ekki í hópnum að þessu sinni enda ekki orðinn heill eftir meiðsli, en miðvörðurinn Jonathan Woodgate er kominn aftur inn í hópinn eftir fína frammistöðu með Middlesbrough í upphafi leiktíðar. Athygli vekur að ekki skuli leitað til David Beckham í ljósi þess að Owen Hargreaves og Aaron Lennon eru báðir meiddir, en McClaren ákvað þess í stað að verðlauna Scott Parker frá Newcastle góða frammistöðu sína undanfarið með því að gefa honum færi á að spila sinn þriðja landsleik á ferlinum. "Parker hefur spilað mjög vel með Newcastle undanfarið. Hann er leiðtogi á vellinum og stendur fyrir allt það sem við leggjum svo mikið upp úr hér hjá landsliðinu. Hann vinnur vel fyrir liðið og leggur sig allan fram. Ég talaði við Scott í dag og hann er yfir sig ánægður með þessi tíðindi," sagði McClaren í samtali við breska sjónvarpið síðdegis. Enska liðið mætir Makedóníu á Old Trafford þann 7. október og mæta svo Króötum í Zagreb fjórum dögum síðar. Hópur Englendinga: Markverðir: Robinson (Tottenham), Foster (Man Utd), Kirkland (Liverpool) Aðrir leikmenn: G Neville (Man Utd), P Neville (Everton), Brown (Man Utd), Terry (Chelsea), Ferdinand (Man Utd), Carragher (Liverpool), King (Tottenham), A Cole (Chelsea), Bridge (Chelsea); Lampard (Chelsea), Gerrard (Liverpool), Jenas (Tottenham), Carrick (Man Utd), Richardson (Man Utd), Downing (Middlesbrough), Wright-Phillips (Chelsea), Parker (Newcastle), Rooney (Man Utd), Crouch (Liverpool), Johnson (Everton), Defoe (Spurs). Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Steve McClaren hefur nú tilkynnt 24 manna hóp sinn sem mætir Makedónum og Króötum í eundankeppni EM í næsta mánuði og þar ber hæst að miðjumaðurinn Scott Parker fær aftur tækifæri með liðinu eftir meira en tveggja ára fjarveru. Þrátt fyrir að mikil meiðsli séu á meðal miðjumanna í landsliðshópnum, er þar ekkert pláss fyrir fyrrum fyrirliða enska liðsins David Beckham. Parker kemur inn í enska hópinn fyrir Owen Hargreaves sem er meiddur og þá kemur Wayne Rooney aftur inn í hópinn eftir leikbann - sem þýðir að Darren Bent snýr aftur í U-21 árs hópinn. Ledley King frá Tottenham kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa misst af síðustu 10 landsleikjum vegna meiðsla, en hann er valinn þrátt fyrir að vera meiddur á hné og missti af síðasta leik Lundúnaliðsins. Félagi hans Michael Dawson frá Tottenham og Luke Young frá Charlton detta báðir út úr hópnum. Gary Neville frá Manchester United og Jamie Carragher frá Liverpool snúa aftur í hóp McClaren eftir meiðsli, en þeir höfðu misst af síðustu tveimur leikjum. Joe Cole hjá Chelsea er ekki í hópnum að þessu sinni enda ekki orðinn heill eftir meiðsli, en miðvörðurinn Jonathan Woodgate er kominn aftur inn í hópinn eftir fína frammistöðu með Middlesbrough í upphafi leiktíðar. Athygli vekur að ekki skuli leitað til David Beckham í ljósi þess að Owen Hargreaves og Aaron Lennon eru báðir meiddir, en McClaren ákvað þess í stað að verðlauna Scott Parker frá Newcastle góða frammistöðu sína undanfarið með því að gefa honum færi á að spila sinn þriðja landsleik á ferlinum. "Parker hefur spilað mjög vel með Newcastle undanfarið. Hann er leiðtogi á vellinum og stendur fyrir allt það sem við leggjum svo mikið upp úr hér hjá landsliðinu. Hann vinnur vel fyrir liðið og leggur sig allan fram. Ég talaði við Scott í dag og hann er yfir sig ánægður með þessi tíðindi," sagði McClaren í samtali við breska sjónvarpið síðdegis. Enska liðið mætir Makedóníu á Old Trafford þann 7. október og mæta svo Króötum í Zagreb fjórum dögum síðar. Hópur Englendinga: Markverðir: Robinson (Tottenham), Foster (Man Utd), Kirkland (Liverpool) Aðrir leikmenn: G Neville (Man Utd), P Neville (Everton), Brown (Man Utd), Terry (Chelsea), Ferdinand (Man Utd), Carragher (Liverpool), King (Tottenham), A Cole (Chelsea), Bridge (Chelsea); Lampard (Chelsea), Gerrard (Liverpool), Jenas (Tottenham), Carrick (Man Utd), Richardson (Man Utd), Downing (Middlesbrough), Wright-Phillips (Chelsea), Parker (Newcastle), Rooney (Man Utd), Crouch (Liverpool), Johnson (Everton), Defoe (Spurs).
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti