Tvö flugfélög hafa gert tilboð í tímabundna flugþjónustu á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, Flugfélag Íslands og Landsflug. Vegagerðin hefur skilað inn minnisblaði þessa efnis til samgönguráðuneytisins.
Um er að ræða tímabundna þjónustu á meðan útboðsferli stendur yfir. Ráðherra mun taka ákvörðun um hvoru tilboðinu verður tekið.
Tilkynningar frá ráðuneytinu er að vænta í dag eða á morgun vegna málsins. Þetta kemur fram á fréttavefnum suðurland.is í dag.