ESB vill kæfa EES-samninginn 6. október 2006 12:51 Evrópusambandið er meðvitað að reyna að kæfa EES-samninginn, segir forstöðumaður Evrópufræðasetursins á Bifröst. Við stækkun ESB um næstu áramót verður þess líklega krafist að framlag Íslands í þróunarsjóð hækki um tuttugu prósent - úr hálfum milljarði króna árlega í rúmar sex hundruð milljónir. Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið um næstu áramót. Þessi lönd eru meðal hinna fátækustu í álfunni og mun þróunarsjóður ESB leggja þeim til verulegar fjárhæðir á næstu árum. Við stækkunina þarf að endurnýja EES-samninginn svo hann nái til allra landanna tuttugu og sjö. Í erindi sem Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðasetursins á Bifröst, mun halda á ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum síðar í mánuðinum, kemur fram að samkvæmt hans heimildum verði þess krafist að framlag Íslendinga í þróunarsjóð ESB hækki um 20% eða þar um bil, fari úr hálfum milljarði króna á ári í rúmlega sex hundruð milljónir. Við síðustu stækkun Evrópusambandsins fimmfaldaðist framlag Íslands. Miðað við þá reynslu segir Eiríkur að Íslendingar hafi afar veika samningsstöðu. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir Íslendinga ekki tilbúna að greiða meira. Það sé í gildi samningur til ársins 2009 og engin ástæða til að breyta honum, þótt tvö ný ríki bætist í hóp Evrópusambandsríkjanna. Innlent Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Evrópusambandið er meðvitað að reyna að kæfa EES-samninginn, segir forstöðumaður Evrópufræðasetursins á Bifröst. Við stækkun ESB um næstu áramót verður þess líklega krafist að framlag Íslands í þróunarsjóð hækki um tuttugu prósent - úr hálfum milljarði króna árlega í rúmar sex hundruð milljónir. Rúmenía og Búlgaría ganga í Evrópusambandið um næstu áramót. Þessi lönd eru meðal hinna fátækustu í álfunni og mun þróunarsjóður ESB leggja þeim til verulegar fjárhæðir á næstu árum. Við stækkunina þarf að endurnýja EES-samninginn svo hann nái til allra landanna tuttugu og sjö. Í erindi sem Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðasetursins á Bifröst, mun halda á ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum síðar í mánuðinum, kemur fram að samkvæmt hans heimildum verði þess krafist að framlag Íslendinga í þróunarsjóð ESB hækki um 20% eða þar um bil, fari úr hálfum milljarði króna á ári í rúmlega sex hundruð milljónir. Við síðustu stækkun Evrópusambandsins fimmfaldaðist framlag Íslands. Miðað við þá reynslu segir Eiríkur að Íslendingar hafi afar veika samningsstöðu. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir Íslendinga ekki tilbúna að greiða meira. Það sé í gildi samningur til ársins 2009 og engin ástæða til að breyta honum, þótt tvö ný ríki bætist í hóp Evrópusambandsríkjanna.
Innlent Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira