Bóndinn heimsmeistari annað árið í röð

Jón "Bóndi" Gunnarsson varði í gærkvöld heimsmeistaratitil sinn í öldungaflokki í kraftlyftingum, en mótið var haldið í Texas að þessu sinni. Jón keppti í 90 kg flokki og hafði betur eftir gríðarlega spennandi keppni þar sem hann varð hlutskarpastur með 802,5 kg í samanlögðu.