Bardagi að bresta á 6. október 2006 20:51 Bardagi er að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir, segir Ómar Ragnarsson, eftir að sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar segir að Villinganesvirkjun hafi skemmri líftíma en meðal kolanáma þar sem lón hennar fyllist á fáum áratugum. Flest bendir til að hörð átök séu í uppsiglingu um virkjanir í Skagafirði. Ekki aðeins innan héraðs heldur á landsvísu. Á fundi sveitastjórnar var samþykkt, með 5 atkvæðum meirihluta Samfylkingar og Framsóknarflokks, að setja hinar umdeildu virkjanir inn í tillögu að aðalskipulagi. Athyglisvert er að 3 fulltrúar Sjálfstæðisflokks í minnihluta greiddu atkvæði á móti ásamt fulltrúa Vinstri grænna. Þá þykir einnig athyglisvert, í ljós nýlegra yfirlýsinga flokksforystu Samfylkingarinnar, að hún skyldi standa að þessari stefnubreytingu í Skagafirði í gærkvöldi og opna á 2 nýjar virkjanir. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, forseti sveitastjórnar og fulltrúi Samfylkingarinnar, segir að Samfylkingarfólk í Skagafirði telji að það sé lýðræði samkvæmt að leyfa Skagfirðingum að fjalla um þessa tillögu um að báðar virkjanir fari í aðalskipulag. Skagfirðingar eigi rétt á að tjá sig um þessa kosti og Samfylkingin geri ráð fyrir að í framhaldi af því komi athugasemdir og þá komi vilji Skagfirðinga í ljós. Kallað verði eftir áliti þeirra áður en ákveðið verði hvernig staðið verði að aðalskipulagi. Ómar Ragnarsson, bregst hart við hugmyndum um að virkja árnar í Skagafirði og boðar andstöðu. Hann segir talað um endurnýjanlega og hreina orku í því sambandi. Villinganes sé með lón sem fyllist upp á 3 til 4 áratugum og skemmra líf en meðal kolanáma. Bardaginn um Skagafjarðarárnar sé að bresta á. Orkuvinnslugeta þessara virkjana í Skagafirði gæti orðið allt að 1500 gígavattstundir á ári, sem er tæplega þriðjungur af því sem Kárahnjúkavirkjun mun gefa af sér. Miðað við líklegt verð til stóriðju gæti slík orkusala gefið um tveggja milljarða króna árstekjur. Fréttir Innlent Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Bardagi er að bresta á um Skagafjarðarvirkjanir, segir Ómar Ragnarsson, eftir að sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í gærkvöldi að setja tvær virkjanir, Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulagstillögu. Ómar segir að Villinganesvirkjun hafi skemmri líftíma en meðal kolanáma þar sem lón hennar fyllist á fáum áratugum. Flest bendir til að hörð átök séu í uppsiglingu um virkjanir í Skagafirði. Ekki aðeins innan héraðs heldur á landsvísu. Á fundi sveitastjórnar var samþykkt, með 5 atkvæðum meirihluta Samfylkingar og Framsóknarflokks, að setja hinar umdeildu virkjanir inn í tillögu að aðalskipulagi. Athyglisvert er að 3 fulltrúar Sjálfstæðisflokks í minnihluta greiddu atkvæði á móti ásamt fulltrúa Vinstri grænna. Þá þykir einnig athyglisvert, í ljós nýlegra yfirlýsinga flokksforystu Samfylkingarinnar, að hún skyldi standa að þessari stefnubreytingu í Skagafirði í gærkvöldi og opna á 2 nýjar virkjanir. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, forseti sveitastjórnar og fulltrúi Samfylkingarinnar, segir að Samfylkingarfólk í Skagafirði telji að það sé lýðræði samkvæmt að leyfa Skagfirðingum að fjalla um þessa tillögu um að báðar virkjanir fari í aðalskipulag. Skagfirðingar eigi rétt á að tjá sig um þessa kosti og Samfylkingin geri ráð fyrir að í framhaldi af því komi athugasemdir og þá komi vilji Skagfirðinga í ljós. Kallað verði eftir áliti þeirra áður en ákveðið verði hvernig staðið verði að aðalskipulagi. Ómar Ragnarsson, bregst hart við hugmyndum um að virkja árnar í Skagafirði og boðar andstöðu. Hann segir talað um endurnýjanlega og hreina orku í því sambandi. Villinganes sé með lón sem fyllist upp á 3 til 4 áratugum og skemmra líf en meðal kolanáma. Bardaginn um Skagafjarðarárnar sé að bresta á. Orkuvinnslugeta þessara virkjana í Skagafirði gæti orðið allt að 1500 gígavattstundir á ári, sem er tæplega þriðjungur af því sem Kárahnjúkavirkjun mun gefa af sér. Miðað við líklegt verð til stóriðju gæti slík orkusala gefið um tveggja milljarða króna árstekjur.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira