Sáttaviðræður milli DV og Jónínu Ben 8. október 2006 18:34 Málflutningi í máli sem Jónína Benediktsdóttir höfðaði gegn DV vegna umfjöllunar um einkalíf hennar var frestað í vikunni vegna tilboðs um að dómsátt yrði gerð í málinu. Í tilboðinu felst að fjölmiðillinn greiði Jónínu bætur og biðji hana afsökunar á umfjölluninni. DV birti í lok septmber í fyrra forsíðufrétt sem vörðuðu einkamálefni Jónínu Benediktsdóttur. Höfðaði hún einkarefsimál í vetur og stefndi blaðinu og fyrrverandi ritstjórum - þeim Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni fyrir að brjóta gegn 229. grein hegningarlaganna þar sem segir: "Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári." Jón Magnússon lögmaður 365 miðla staðfestir að Hróbjartur Jónatansson lögmaður Jónínu hafi lagt fram tillögu að dómssátt og þess vegna hafi málinu verið frestað. Ekki sé búið að taka afstöðu til tilboðsins. Hann vill ekki greina frá efnisatriðum þess. Hróbjartur vildi aðeins segja í samtali við NFS að ákveðnar viðræður væru í gangi um að leysa málið án dóms en hann vildi ekki ræða þær efnislega á þessu stigi. Heimildir NFS herma að sáttartilboðið feli í sér viðurkenningu á því að brotið hafi verið gegn einkalífsrétti Jónínu og hún beðin afsökunar á þessu broti. Auk þess að hún fái bætur vegna kostnaðar og miska. Í síðasta mánuði var gerð dómssátt í öðru máli þar sem DV var stefnt vegna umfjöllunar um mann sem lagður var inn á sjúkrahús vegna hermannaveiki. Með þeirri dómssátt féllust eigendur DV á að biðja manninn afsökunar og greiða honum miskabætur og málskostnað. Fréttir Innlent Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira
Málflutningi í máli sem Jónína Benediktsdóttir höfðaði gegn DV vegna umfjöllunar um einkalíf hennar var frestað í vikunni vegna tilboðs um að dómsátt yrði gerð í málinu. Í tilboðinu felst að fjölmiðillinn greiði Jónínu bætur og biðji hana afsökunar á umfjölluninni. DV birti í lok septmber í fyrra forsíðufrétt sem vörðuðu einkamálefni Jónínu Benediktsdóttur. Höfðaði hún einkarefsimál í vetur og stefndi blaðinu og fyrrverandi ritstjórum - þeim Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni fyrir að brjóta gegn 229. grein hegningarlaganna þar sem segir: "Hver, sem skýrir opinberlega frá einkamálefnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári." Jón Magnússon lögmaður 365 miðla staðfestir að Hróbjartur Jónatansson lögmaður Jónínu hafi lagt fram tillögu að dómssátt og þess vegna hafi málinu verið frestað. Ekki sé búið að taka afstöðu til tilboðsins. Hann vill ekki greina frá efnisatriðum þess. Hróbjartur vildi aðeins segja í samtali við NFS að ákveðnar viðræður væru í gangi um að leysa málið án dóms en hann vildi ekki ræða þær efnislega á þessu stigi. Heimildir NFS herma að sáttartilboðið feli í sér viðurkenningu á því að brotið hafi verið gegn einkalífsrétti Jónínu og hún beðin afsökunar á þessu broti. Auk þess að hún fái bætur vegna kostnaðar og miska. Í síðasta mánuði var gerð dómssátt í öðru máli þar sem DV var stefnt vegna umfjöllunar um mann sem lagður var inn á sjúkrahús vegna hermannaveiki. Með þeirri dómssátt féllust eigendur DV á að biðja manninn afsökunar og greiða honum miskabætur og málskostnað.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira