Umhverfisstofnun getur gert betur 9. október 2006 18:06 Meginmarkmið stjórnvalda með stofnun Umhverfisstofnunar hafa aðeins að hluta náð fram að ganga. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Umhverfisstofnun. Fyrir þessu eru aðallega sagðar tvær ástæður. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun hafi ekki verið nógu samstíga í forgangsröðun málefna sem stofnunin sinnir og stofnunin hefur ekki nýtt sér að fullu möguleika sína til að ná fram aukinni hagkvæmni. Úr tilkynningu frá Ríkisendurskoðun: ,, Umhverfisstofnun var komið á fót árið 2003 með sameiningu fjögurra opinberra stofnana og er henni m.a. ætlað að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Með sameiningunni var einkum leitast við að ná eftirfarandi markmiðum: Að einfalda og styrkja stjórnsýslu umhverfismála, að efla faglega þætti á þessu sviði, að stuðla að hagkvæmni í rekstri og að auðvelda stjórnvöldum að ná fram stefnumiðum sínum á sviði umhverfismála. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar er leitast við að meta hvernig til hafi tekist. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er sú að ekki hafi gengið nægjanlega vel að ná upphaflegum markmiðum Umhverfisstofnunar sem reyndar hefðu mátt vera skýrari í upphafi. Sameiningin stuðlaði að vísu að fækkun í yfirstjórn þeirra málaflokka sem falla undir stofnunina og einfaldaði umsagnarferlið í málaflokkunum. Ekki liggja hins vegar fyrir skýrar vísbendingar um að stjórnsýsla umhverfismála hafi almennt styrkst með sameiningunni eða að hún hafi almennt stuðlað að hagkvæmni eða faglegri framþróun í þeim málaflokkum sem heyra undir Umhverfisstofnun. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að verkefni Umhverfisstofnunar eru mjög fjölþætt og umfangsmikil og að á hana hafa verið lagðar margvíslegar nýjar skyldur, m.a. vegna fjölda reglugerða sem varða aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Umhverfisstofnun telur sig ekki hafa fengið nægt fé með þessum verkefnum og hefur því farið fram á auknar fjárveitingar. Þá telur stofnunin sig skorta fé vegna rekstrar og viðhalds þjóðgarða. Ráðuneytið hefur ekki að öllu leyti fallist á þetta sjónarmið. Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að umhverfisráðuneytið fari yfir þessi mál með stofnuninni og að þessir aðilar nái sameiginlegri niðurstöðu um forgangsröðun verkefna og fjárþörf stofnunarinnar. Í þessu samhengi telur Ríkisendurskoðun einnig mikilvægt að umhverfisráðuneytið ljúki við gerð árangursstjórnunarsamnings við stofnunina". Fréttir Innlent Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Sjá meira
Meginmarkmið stjórnvalda með stofnun Umhverfisstofnunar hafa aðeins að hluta náð fram að ganga. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Umhverfisstofnun. Fyrir þessu eru aðallega sagðar tvær ástæður. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun hafi ekki verið nógu samstíga í forgangsröðun málefna sem stofnunin sinnir og stofnunin hefur ekki nýtt sér að fullu möguleika sína til að ná fram aukinni hagkvæmni. Úr tilkynningu frá Ríkisendurskoðun: ,, Umhverfisstofnun var komið á fót árið 2003 með sameiningu fjögurra opinberra stofnana og er henni m.a. ætlað að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Með sameiningunni var einkum leitast við að ná eftirfarandi markmiðum: Að einfalda og styrkja stjórnsýslu umhverfismála, að efla faglega þætti á þessu sviði, að stuðla að hagkvæmni í rekstri og að auðvelda stjórnvöldum að ná fram stefnumiðum sínum á sviði umhverfismála. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar er leitast við að meta hvernig til hafi tekist. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er sú að ekki hafi gengið nægjanlega vel að ná upphaflegum markmiðum Umhverfisstofnunar sem reyndar hefðu mátt vera skýrari í upphafi. Sameiningin stuðlaði að vísu að fækkun í yfirstjórn þeirra málaflokka sem falla undir stofnunina og einfaldaði umsagnarferlið í málaflokkunum. Ekki liggja hins vegar fyrir skýrar vísbendingar um að stjórnsýsla umhverfismála hafi almennt styrkst með sameiningunni eða að hún hafi almennt stuðlað að hagkvæmni eða faglegri framþróun í þeim málaflokkum sem heyra undir Umhverfisstofnun. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að verkefni Umhverfisstofnunar eru mjög fjölþætt og umfangsmikil og að á hana hafa verið lagðar margvíslegar nýjar skyldur, m.a. vegna fjölda reglugerða sem varða aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Umhverfisstofnun telur sig ekki hafa fengið nægt fé með þessum verkefnum og hefur því farið fram á auknar fjárveitingar. Þá telur stofnunin sig skorta fé vegna rekstrar og viðhalds þjóðgarða. Ráðuneytið hefur ekki að öllu leyti fallist á þetta sjónarmið. Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að umhverfisráðuneytið fari yfir þessi mál með stofnuninni og að þessir aðilar nái sameiginlegri niðurstöðu um forgangsröðun verkefna og fjárþörf stofnunarinnar. Í þessu samhengi telur Ríkisendurskoðun einnig mikilvægt að umhverfisráðuneytið ljúki við gerð árangursstjórnunarsamnings við stofnunina".
Fréttir Innlent Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Sjá meira