Brasilíumenn og Ekvadorar spila í kvöld vináttuleik í knattspyrnu í Stokkhólmi í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 17:50. Landsliðsþjálfari Brasilíu hefur ákveðið að gera breytingar á undirbúningi liðsins frá því sem tíðkaðist á HM.
Dunga þjálfari hefur nú komið því þannig við að leikmenn eru nú tveir saman á hótelherbergjum í stað þess að vera í einstaklingsherbergjum líkt og á HM í sumar, en þetta telur hann að muni efla liðsandann og þétta liðið.
Brasilíska liðinu hefur gengið ágætlega í síðustu leikjum og hefur til að mynda unnið sigur á Wales og Argentínu, en í þessum leikjum fengu nokkrir ungir menn að spreyta sig hjá Dunga og stóðu þeir sig mjög vel.