Þeir sem lögðu bílum sínum á gangstéttum við Reykjaveg í gær, á meðan landsleikur Íslendinga og Svía stóð yfir, þurfa greiða stöðubrotsgjald. Alls voru gefnar út 40 sektir fyrir þá sem þar stöðvuðu bifreiðar sínar.
Það vakti athygli lögreglu að á meðan bílunum var lagt með þessum hætti voru um 200 lögmæt stæði laus fyrir utan austurstúkuna.
Þrátt fyrir þetta gekk umferð til og frá Laugardalsvellinum vel í gær.