Segir von á fleiri kvörtunum til Samkeppniseftirlitsins 13. október 2006 15:23 MYND/Valgarður Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Osta- og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart fyrirtækinu sigur fyrir Mjólku. Með honum sé tekið undir öll meginsjónarmið Mjólku í málinu. Hann segir að fyrirtækið hyggist senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem hann kallar undirboð Osta- og smjörsölunnar.Mjólka kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að fyrirtækið var látið borga meira fyrir undanrennuduft frá Osta- og smjörsölunni en Ostahúsið og taldi Samkeppniseftirlitið það brot á samkeppnislögum.Ólafur fagnar því enn fremur að Samkeppniseftirlitið staðfesti að með tilkomu Mjólku hafi orðið grundvallarbreyting á umhverfi mjólkurframleiðslu og -vinnslu. Hann vænti þess enn fremur að landbúnaðarráðherra grípi þegar til aðgerða sem Samkeppniseftirlitið leggi til um að breytingar verði á ákvæðum búvörulaga, sem hindra samkeppni og mismuna fyrirtækjum í mjólkuriðnaði, og tollar á mjólkurdufti verði felldir niður í því skyni að greiða fyrir samkeppni í mjólkuriðnaði.Ólafur sagði í samtali við fréttastofu NFS að með úrskurðinum væri að hans mati tekin afdráttarlaus afstaða gegn núverandi kerfi í mjólkuriðnaði og að innkoma Mjólku á markaðinn hafi bætt hag neytenda og bænda.Hann sagði enn fremur að það væri með ólíkindum ósvífið hjá Osta- og smjörsölunni að bera því við að mannleg mistök hefðu valdið því að Mjólka þurfti að greiða meira fyrir undanrennuduft en Ostabúðin. Osta- og smjörsöluna hefði ekki lækkað verðið til Mjólku heldur hækkað verðið til Ostahússins.Hann segir fleiri kvartanir á leið inn á borð Samkeppniseftirlitsins frá Mjólku. Þær lúti að meintum undirboðum Osta- og smjörsölunnar. Forsvarsmenn Mjólku viti til þess að í janúar, eftir að fetaostur fyrirtækisins hafi komið á markað, hafi Osta- og smjörsalan boðið viðskiptavinum sínum um 20 prósenta afslátt af fetaosti og þá hafi Mjólka staðfest dæmi um það að Osta- og smjörsalan hafi í sumar veitt 40 prósenta afslátt af slíkum osti. Þau gögn verði send Samkeppniseftirlitinu enda telji hann að Osta- og smjörsalan reyni með þessu leynt og ljóst að drepa af sér alla samkeppni. Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira
Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, segir úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að Osta- og smjörsalan hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína gagnvart fyrirtækinu sigur fyrir Mjólku. Með honum sé tekið undir öll meginsjónarmið Mjólku í málinu. Hann segir að fyrirtækið hyggist senda fleiri mál til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem hann kallar undirboð Osta- og smjörsölunnar.Mjólka kvartaði til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að fyrirtækið var látið borga meira fyrir undanrennuduft frá Osta- og smjörsölunni en Ostahúsið og taldi Samkeppniseftirlitið það brot á samkeppnislögum.Ólafur fagnar því enn fremur að Samkeppniseftirlitið staðfesti að með tilkomu Mjólku hafi orðið grundvallarbreyting á umhverfi mjólkurframleiðslu og -vinnslu. Hann vænti þess enn fremur að landbúnaðarráðherra grípi þegar til aðgerða sem Samkeppniseftirlitið leggi til um að breytingar verði á ákvæðum búvörulaga, sem hindra samkeppni og mismuna fyrirtækjum í mjólkuriðnaði, og tollar á mjólkurdufti verði felldir niður í því skyni að greiða fyrir samkeppni í mjólkuriðnaði.Ólafur sagði í samtali við fréttastofu NFS að með úrskurðinum væri að hans mati tekin afdráttarlaus afstaða gegn núverandi kerfi í mjólkuriðnaði og að innkoma Mjólku á markaðinn hafi bætt hag neytenda og bænda.Hann sagði enn fremur að það væri með ólíkindum ósvífið hjá Osta- og smjörsölunni að bera því við að mannleg mistök hefðu valdið því að Mjólka þurfti að greiða meira fyrir undanrennuduft en Ostabúðin. Osta- og smjörsöluna hefði ekki lækkað verðið til Mjólku heldur hækkað verðið til Ostahússins.Hann segir fleiri kvartanir á leið inn á borð Samkeppniseftirlitsins frá Mjólku. Þær lúti að meintum undirboðum Osta- og smjörsölunnar. Forsvarsmenn Mjólku viti til þess að í janúar, eftir að fetaostur fyrirtækisins hafi komið á markað, hafi Osta- og smjörsalan boðið viðskiptavinum sínum um 20 prósenta afslátt af fetaosti og þá hafi Mjólka staðfest dæmi um það að Osta- og smjörsalan hafi í sumar veitt 40 prósenta afslátt af slíkum osti. Þau gögn verði send Samkeppniseftirlitinu enda telji hann að Osta- og smjörsalan reyni með þessu leynt og ljóst að drepa af sér alla samkeppni.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira