Vörugjöldin eru úrelt 14. október 2006 18:30 Samtök atvinnulífsins vilja fara aðrar leiðir en ríkisstjórnin ætlar til að lækka verð á matvælum og segja verðlag á Íslandi geta orðið svipað og í Finnlandi og Svíþjóð með því að afnema vörugjöld og lækka tolla. Samtökin segja ekki þurfa lækkun virðisaukaskatts til að ná fram lægra vöruverði. Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar verða vörugjöld af matvælum lögð niður nema af sætindum, virðisaukaskattur lækkaður í 7% og tollur af innfluttu kjöti lækkaður um allt að 40%. En ef markmið stjórnvalda um 16 prósenta lækkun á að nást þarf tollurinn á vinsælasta kjötinu, kjúklingi og svínakjöti, að lækka um 40% að mati Hannesar G. Sigurðssonar aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir stöðuna þannig að tollar á kjöt og landbúnaðarvörur séu svo háir að það sé ígildi innflutningsbanns. Meðaltollur á kjöt á síðasta ári hafi verið 150% og lækkun niðrí 90% myndi ekki skipta sköpum á innflutningi.Tollalækkunin myndi þá veita innlendu framleiðslunni samkeppni frekar en að innflutningur myndi aukast.Segja má að gagnrýni Samtaka atvinnulífsins sé tvíþætt. Annars vegar hefðu þau viljað sjá afnám vörugjaldanna til að losna við skrifræðið sem fylgi því úrelta skattkerfi.Hins vegar telja þau að aðrar leiðir hefðu verið ódýrari í framkvæmd og skilað sama matarverði og í Finnlandi og Svíþjóð. Lækkun virðisaukaskatts er kostnaðarsöm leið, segir Hannes, og hann hefði viljað sjá umræðu um að leggja niður vörugjaldskerfið eins og það leggur sig, en um það bil allt sem prýðir híbýli okkar er skattlagt með 15-25% vörugjöldum, alltfrá málningu til innréttinga. Fréttir Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Hafa þegar hafið undirbúning vegna veðurs Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Sjá meira
Samtök atvinnulífsins vilja fara aðrar leiðir en ríkisstjórnin ætlar til að lækka verð á matvælum og segja verðlag á Íslandi geta orðið svipað og í Finnlandi og Svíþjóð með því að afnema vörugjöld og lækka tolla. Samtökin segja ekki þurfa lækkun virðisaukaskatts til að ná fram lægra vöruverði. Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar verða vörugjöld af matvælum lögð niður nema af sætindum, virðisaukaskattur lækkaður í 7% og tollur af innfluttu kjöti lækkaður um allt að 40%. En ef markmið stjórnvalda um 16 prósenta lækkun á að nást þarf tollurinn á vinsælasta kjötinu, kjúklingi og svínakjöti, að lækka um 40% að mati Hannesar G. Sigurðssonar aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir stöðuna þannig að tollar á kjöt og landbúnaðarvörur séu svo háir að það sé ígildi innflutningsbanns. Meðaltollur á kjöt á síðasta ári hafi verið 150% og lækkun niðrí 90% myndi ekki skipta sköpum á innflutningi.Tollalækkunin myndi þá veita innlendu framleiðslunni samkeppni frekar en að innflutningur myndi aukast.Segja má að gagnrýni Samtaka atvinnulífsins sé tvíþætt. Annars vegar hefðu þau viljað sjá afnám vörugjaldanna til að losna við skrifræðið sem fylgi því úrelta skattkerfi.Hins vegar telja þau að aðrar leiðir hefðu verið ódýrari í framkvæmd og skilað sama matarverði og í Finnlandi og Svíþjóð. Lækkun virðisaukaskatts er kostnaðarsöm leið, segir Hannes, og hann hefði viljað sjá umræðu um að leggja niður vörugjaldskerfið eins og það leggur sig, en um það bil allt sem prýðir híbýli okkar er skattlagt með 15-25% vörugjöldum, alltfrá málningu til innréttinga.
Fréttir Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Hafa þegar hafið undirbúning vegna veðurs Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Sjá meira