Ástæða til að rannsaka 15. október 2006 19:36 Varaformaður Framsóknarflokksins telur ástæðu til að rannsaka hvort sími utanríkisráðherra hafi á sínum tíma verið hleraður. Árni Páll Árnason, sem býður sig fram í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, var í Silfri Egils í dag og fullyrti þar að sími hans hefði verið hleraður meðan hann starfaði sem lögfræðingur hjá Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Árni Páll segist hafa notið trúnaðar í störfum sínum og muni ekki brjóta þann trúnað. Hann vill því ekki upplýsa hver varaði hann við, né hverjir áttu að hafa hlerað hann. Norðmenn skipuðu á sínum tíma opinbera rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á njósnum á tímum kalda stríðsins sem gerði síðan allar njósnir opinberar. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í fréttum NFS í gærkvöldi að slík nefnd væri óþörf enda hafi nú þegar verið sett á laggirnar nefnd undir formennsku Páls Hreinssonar lagaprófessors og dósents við Háskóla Íslands. Formaður Framsóknarflokksins Jón Sigurðsson segir að ekki sé þörf fyrir sérstaka rannsóknarnefnd. Eðlilegt sé að álykta að nóg væri að hafa nefnd sem hefði fullt umboð til að skoða þau gögn sem til eru um þessi mál. Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar sagði að henni væri falið að semja reglur sem veita fræðimönnum frjálsan aðgang að upplýsingum úr kalda stríðinu. Nefndinni er ekki falin valdheimild til að rannsaka einstök mál. Það þýðir að nefndin getur ekki rannsakað tímabilið frá 1945-1951. En þær meintu hleranir sem Jón Baldvin Hannibalsson, þá utanríkisráðherra, og Árni Páll Árnason, segjast hafa orðið fyrir áttu sér stað eftir 1991 og koma nefndinni þar af leiðandi ekkert við. Flokksbróðir Jóns Sigurðssonar, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagðist trúa því að öllum væri fyrir bestu að rannsaka málið því ekki verði búið við þessa óvissu. Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Varaformaður Framsóknarflokksins telur ástæðu til að rannsaka hvort sími utanríkisráðherra hafi á sínum tíma verið hleraður. Árni Páll Árnason, sem býður sig fram í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, var í Silfri Egils í dag og fullyrti þar að sími hans hefði verið hleraður meðan hann starfaði sem lögfræðingur hjá Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Árni Páll segist hafa notið trúnaðar í störfum sínum og muni ekki brjóta þann trúnað. Hann vill því ekki upplýsa hver varaði hann við, né hverjir áttu að hafa hlerað hann. Norðmenn skipuðu á sínum tíma opinbera rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á njósnum á tímum kalda stríðsins sem gerði síðan allar njósnir opinberar. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í fréttum NFS í gærkvöldi að slík nefnd væri óþörf enda hafi nú þegar verið sett á laggirnar nefnd undir formennsku Páls Hreinssonar lagaprófessors og dósents við Háskóla Íslands. Formaður Framsóknarflokksins Jón Sigurðsson segir að ekki sé þörf fyrir sérstaka rannsóknarnefnd. Eðlilegt sé að álykta að nóg væri að hafa nefnd sem hefði fullt umboð til að skoða þau gögn sem til eru um þessi mál. Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar sagði að henni væri falið að semja reglur sem veita fræðimönnum frjálsan aðgang að upplýsingum úr kalda stríðinu. Nefndinni er ekki falin valdheimild til að rannsaka einstök mál. Það þýðir að nefndin getur ekki rannsakað tímabilið frá 1945-1951. En þær meintu hleranir sem Jón Baldvin Hannibalsson, þá utanríkisráðherra, og Árni Páll Árnason, segjast hafa orðið fyrir áttu sér stað eftir 1991 og koma nefndinni þar af leiðandi ekkert við. Flokksbróðir Jóns Sigurðssonar, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagðist trúa því að öllum væri fyrir bestu að rannsaka málið því ekki verði búið við þessa óvissu.
Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira